A A A

Valmynd

Fréttir

Hverfisfundir

| 08. júní 2015

Hamingjudagar nálast og nú höldum við hverfisfundi fimmtudaginn 11. júní.

Hafist verður handa með fundi i Bláa hverfinu í Hnyðju kl 17:00, næst fundar Appelsínugula hverfið í Grunnskólanum kl 18:00 og loks fundar Rauða hverfið í Félagsheimilinu kl 19:00. Gula hverfið fundar í Sauðfjársetrinu kl 20:00.

Bláa hverfið er gamli bærinn að Klifi (að kirkjunni), Appelsínugula hverfið nær frá Klifi út að Sýslumannshalla, Rauðahverfið nær frá Sýslumannshalla ú að vegamótum. Gula hverfið tilheyrir dreifbýlinu.

Fyrirtæki tilheyra einnig hverfum og forsvarsmenn þeirra eru hvött til að mæta á hverfafund.

Hamingjustýra mætir á fundina og svarar spurningum og tekur við hugmyndum.

Mætum öll í okkar hverfi með hamingju og gleði í hjarta

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón