A A A

Valmynd

Fréttir

"Hver á sér fegra föđurland" vel fagnađ

| 03. júlí 2009
Svavar Knútur
Svavar Knútur
Tónleikunum "Hver á sér fegra föðurland" sem fram fóru í Hólmavíkurkirkju fyrr í kvöld var gríðarlega vel tekið. Á tónleikunum komu fram Svavar Knútur, Helgi Valur og hljómsveitin Árstíðir. Voru þessir tónleikar hluti af ferð þeirra um landið og þeirra áttundu tónleikar á sjö dögum. Þeir fimmtíu gestir sem komu í kirkjuna fögnuðu ákaft í lok tónleika, enda sérlega einlægir tónlistarmenn þarna á ferð og flutningur þeirra vandaður. Myndir frá tónleikunum eru í myndasafni hér á vef Hamingjudaga.

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón