A A A

Valmynd

Fréttir

Hrönn spámiðill verður á staðnum

| 19. júní 2009
Hrönn Friðriksdóttir spámiðill hefur staðfest komu sína á Hamingjudaga á Hólmavík. Hrönn heldur úti heimasíðunni spamidill.com og þar segir:
Ég hef verið skyggn frá fæðingu, og hef haft spámiðlun að aðalstarfi síðan 2000. Þó ég sé skyggn einbeiti ég mér að þeim einstaklingum sem til mín koma. Ég legg áherslu á að skoða nútíð og framtíð, leitast við að finna út hæfileika og styrkleika hvers og eins, og hvernig best er að nýta þá. Ástarmál, vinna, fjármál, heilsa, fjölskylda og framtíð barna eru skoðuð svo dæmi séu tekin. Við vinnu mína nota ég kristalskúlu og blóma-, sígauna- og zenspil.
Hrönn ætlar að bjóða upp á styttri og ódýrari tíma fyrir gesti hamingjudaga og verður með aðstöðu við Höfðagötu, í húsi Ásdísar Jónsdóttur. Hægt er að setja sig í samband við hana gegnum netfangið hronn@spamidill.com eða í síma 861 2505. Tímasetningar verða nánar auglýstar í dagskrá Hamingjudaga.

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón