A A A

Valmynd

Fréttir

Hnallþóruverðlaun

| 04. júlí 2017
Hamingjusamasta kakan eftir Hafdísi Gunnarsdóttur
Hamingjusamasta kakan eftir Hafdísi Gunnarsdóttur
« 1 af 3 »
Hnallþóruverðlaun voru veitt þessa Hamingjudaga sem endranær.

Veitt voru verðlaun fyrir hamingjusömustu kökuna, best skreyttu kökuna og girnilegustu kökuna. Í dómnefnd sátu útvaldir íbúar Strandabyggðar og dyggir sjálfboðaliðar auk fulltrúa frá bókaútgáfunni Sölku.

Verðlaunin voru glæsileg að vanda og samanstóðu af bökunarvörum frá Líflandi og Kötlu og matreiðslubókinni Kökugleði Evu frá bókaútgáfunni Sölku.

Í þetta skiptið átti Hafdís Gunnarsdóttir heiðurinn af hamingjusömustu kökunni, Hjördís Inga Hjörleifsdóttir bakaði best skreyttu kökuna og Ingibjörg Benedikstdóttir lagði girnilegustu kökuna á borð. Enginn karlmaður átti vinningsköku í þetta skiptið.

Við óskum sigurvegurunum innilega til hamingju og þökkum fyrir okkur.

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón