A A A

Valmynd

Fréttir

Hnallþóruhlaðborð

| 29. júní 2017
Hápunkti Hamingjudaga er náð þegar gestir og gangandi safnast saman við glæsilegar kræsingar við langborð sem svignar undan framúrskarandi, frumlegum og fyndnum tertum.

Í þetta sinn verður hlaðborðið á Galdratúni, milli Strandakúnstar og Kaffi Galdurs. Verðlaun fyrir girnilegustu, best skreyttu og hamingjusömustu kökuna verða veitt á Galdratúninu klukkan 15:15. Vinningarnir eru vissulega stórglæsilegir en þeir koma frá bókaútgáfunni Sölku, Líflandi og Kötlu.

Klukkan 15:30 fögnum við saman komu hamingjuhlauparanna sem ganga svo fyrstir að kökuhlaðborðinu. Saman gæðum við okkur svo á þessum ljúffengu kræsingum við undirleik trúbadorsins Gísla Rúnars.

Allar kökur og kræsingar eru vel þegnar sem framlag á þetta einkenni Hamingjudaga, en hlaðborðið verður vissulega ekki að veruleika nema með samhentu átaki. Við hvetjum því alla til að koma með kökur í Hnyðju mikki klukkan 14 og 14:30 laugardaginn 1. júlí og merkja spaða og diska vel.

Jafnframt langar okkur að taka græn skref á hlaðborðinu þetta árið og því óskum við þess að allir sem það geta komi með eigin diska, glös og hnífapör sem síðan er hægt að taka með sér heim og vaska upp. Með þessu móti getum við dregið töluvert úr notkun einnota umbúða.

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón