A A A

Valmynd

Fréttir

Hamingjusöm stemmning við varðeldinn

| 03. júlí 2010

Talsverður fólksfjöldi var kominn til Hólmavíkur í gærkvöldi þegar setningarathöfn Hamingjudaga fór fram. Fyrr um daginn var kassabílasmiðjan opin, stórgóðir tónleikar með Svavari Knúti og Raddbandafélagi Reykjavíkur, undir stjórn Steingríms Þórhallssonar fóru fram í Bragganum og Furðufataball var haldið fyrir alla fjölskylduna. Við varðeldinn flutti svo Jón Jónsson á Kirkjubóli Hamingjuræðuna, Gísli og Rögnvaldur gáfaði skemmtu gestum og stóðu fyrir inntökuprófum í laglausa kórinn sem nú er skipaður fimm valinkunnum Strandamönnum sem eiga það sameiginlegt að vera laglausir frá náttúrunnar hendi. Loks léku þeir Gunnar og Guðmundur Jóhannssynir og Gulli Bjarna fyrir fjöldasöng. Að því loknu héldu þér allra hörðustu á dansleik með Bjarna og Stebba á Café Riis.

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón