A A A

Valmynd

Fréttir

Hamingjuhlaupiđ

| 22. júní 2018
Hamingjuhlauparar 2016
Hamingjuhlauparar 2016

Hamingjuhlaupið er að sjálfsögðu á dagskrá 2018, en þetta er einmitt 10. árið í röð sem hlaupið er haldið. Hlaupin verður 34,9 kílómetra leið eftir gamla veginum yfir Tröllatunguheiði frá Króksfjarðarnesi til Hólmavíkur. Nánar tiltekið verður lagt af stað kl. 10:10 á laugardagsmorgninum frá vegamótum Vestfjarðavegar (nr. 60) og gamla Tröllatunguheiðarvegarins, rétt vestan við Króksfjarðarnes. Leiðin liggur öll eftir bílfærum vegi, fyrstu 25,8 km eftir malarvegi og síðustu 9,1 km á malbiki eftir þjóðvegi nr. 68 frá Húsavík í Steingrímsfirði til Hólmavíkur.


Hamingjuhlaupið er gleðihlaup en ekki keppnishlaup. Hlaupararnir halda yfirleitt hópinn og fylgja fyrir fram gerðri tímaáætlun sem svipar mjög til strætisvagnaáætlunar. Þeir sem ekki treysta sér til að hlaupa alla leið geta þess vegna byrjað á fyrir fram ákveðnum áningarstöðum í hlaupinu. Tímatöflu hlaupsins má sjá hér ásamt frekari upplýsingum um Hamingjuhlaupið.


Fyrsti áfangi hlaupsins er 5,3 km, að Heiðargötugili þar sem brekkurnar upp á heiðina byrja. Á þessum kafla er lítil hækkun, eða úr u.þ.b. 20 m.y.s. upp í tæplega 100 m. Annar áfangi, 7,0 km er frá Heiðargötugili upp á hæsta punkt heiðarinnar sem er í 420 m hæð rétt sunnan við Miðheiðarvatn. Eftir það er leiðin nánast öll á undanhaldinu.


Það er Stefán Gíslason, hamingjusamur bóndasonur og hlaupagikkur frá Gröf í Bitrufirði og fyrrum sveitarstjóri á Hólmavík, sem er upphafsmaður Hamingjuhlaupsins. Sagan segir að þátttakendur öðlist mikla hamingju að hlaupi loknu.

 

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón