A A A

Valmynd

Fréttir

Hamingjugrill

| 20. júní 2018

Á Hamingjudögum hefur oftast verið haldin hverfapartý þar sem nágrannar hittast og eiga gleðistund saman. Í ár ætlum við að prufa að hafa eitt stórt sameiginlegt hverfapartý og grilla saman. Hamingjugrill verður kl.18:00 föstudaginn 29.júní í Fiskmarkaðinum. Á staðnum verða grill og borð en svo á hver og einn að koma með borðbúnað og mat á grillið fyrir sig og sína.
Það hefur verið í höndum hverfisstjóra að skipuleggja hverfsipartýin og munu því hverfisstjórarnir í ár halda utan um Hamingjugrillið. Einstaklingar sem sitja í Tómstunda-,íþrótta- og menningarnefnd munu taka að sér hlutverk hverfisstjóra í ár og eru það:

Gula hverfið (dreifbýli): Matthías Lýðsson
Rauða hverfið (frá þjóðvegi að Sýslumannshalla): Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir og Jóhanna Rósmundsdóttir
Appelsínugula hverfið (milli sýslumannshalla og kirkju): Júlíus Freyr Jónsson
Bláa hverfið (innan við kirkju): Angantýr Ernir Guðmundsson og Esther Ösp Valdimarsdóttir

Hlutverk hverfisstjóra er að halda uppi stemmningu fyrir hátíðina. Það er í þeirra höndum að skipuleggja Hamingjugrillið með tómstundafulltrúa. Hverfisstjórar hvetja einnig íbúa og fyrirtæki í hverfinu til að taka virkan þátt í hátíðinni með skreytingum, bakstri eða almennri gleði. Það er löngu vitað mál að hverfisstjórar eru skemmtilegasta fólkið í Strandabyggð og þar sem þeir eru, þar ríkir hamingja.

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón