A A A

Valmynd

Fréttir

Hamingjugetraunin komin á Upplýsingamiđstöđina

| 28. júní 2012
Anna Björg og Siggi passa upp á nammiđ!
Anna Björg og Siggi passa upp á nammiđ!
Hamingjugetraunin er komin í hús á Upplýsingamiðstöðinni og Galdrasýningunni á Hólmavík. Hún snýst um að giska á hversu mörg hjörtu eru í krukku sem staðsett er á sýningunni, skrifa giskið niður og skila því í þar til gerðan kjörkassa. Hver einstaklingur má bara giska einu sinni - tvö eða fleiri atkvæði ógilda þátttökuna. Verndarar leiksins eru hinir frábæru starfsmenn Galdrasýningarinnar - þau Sigurður Atlason, Anna Björg Þórarinsdóttir og Liisa Pipponen.


Kíkið á þau, fáið ykkur kynngimagnaðan krækling eða kaffisopa og takið þátt í Hamingjugetrauninni 2012!

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón