A A A

Valmynd

Fréttir

Hamingjudagar nálgast

Salbjörg Engilbertsdóttir | 16. júní 2020


Í ár verða haldnir Hamingjudagar í Strandabyggð helgina 26.-28. júní, líkt og áður hefur verið auglýst. Á þessum undarlegu tímum sem við, heimsbyggðin, höfum gengið í gegnum undanfarna mánuði er nokkuð ljóst að hamingjan er fyrirbæri sem við þurfum að halda í. Hana þarf að rækta og leyfa að blómstra eins og kostur er. Því viljum við halda í þessa ljúfu bæjarhátíð, en með minna sniði og lágstemmdari hætti þetta árið - en með nóg af hamingju samt!

Allar hugmyndir um viðburði sem íbúar vilja bjóða gestum upp á, við sitt eða á sínu heimili, væru skemmtilegar og þær má senda á tomstundafulltrui@strandabyggd.is eða senda okkur skilaboð þar sem okkur er að finna, td. á facebooksíðu Hamingjudaga.  Til dæmis mætti bjóða upp á tónlistarviðburð, súpu, upplestur eða sýningu á munum svo eitthvað sé nefnt. Þetta gæti orðið  skemmtilegt ef íbúar taka þátt.


Frekari upplýsingar og dagskrá munu birtast mjög fljótlega 

Eiríkur, Þorgeir og Salbjörg

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón