A A A

Valmynd

Fréttir

Hamingjudagar ganga frábærlega

| 30. júní 2012
Hamingjudagar hófust af fullum þunga í gær, föstudaginn 29. júní. Þá opnuðu tvær frábærar sýningar að viðstöðddu fjölmenni, sýning þeirra Bjarkar Jóhannsdóttur og Jóhönnu Stefánsdóttur í Ráðaleysi og sýning Ingibjargar Valgeirsdóttur í Hnyðju. Furðufataball barna var ágætlega sótt í Bragganum (leikvöllur leikskólans heillaði suma meira) og Ingó töframaður sló eftirminnilega í gegn með ótrúlega töfrasýningu í Félagsheimilinu að viðstöddum 130 manns. Lá við að sumir þyrftu áfallahjálp eftir sýninguna - svo mögnuð var hún!

KK sló síðan lokatón í föstudagsdagskrá Hamingjudaga með geysifjölmennum og vel heppnuðum tónleikum og fjöldasöng á Klifstúni.

Dagskráin heldur áfram í dag, skoðið hana hér! 

Facebook

Hamingjumyndir

Á leið upp úr Hvalsárdal að norðanverðu (vestanverðu). Þá hafði þokubakkinn úr Húnaflóanum slegist í hópinn. Á myndinni eru Ingimundur Einar Grétarsson, Jónína Hólmfríður Pálsdóttir, Kristinn Schram og Hadda Borg Björnsdóttir.

(Ljósm. og © Stefán Gíslason).
Vefumsjón