A A A

Valmynd

Fréttir

Hamingjudagar 2016

Salbjörg Engilbertsdóttir | 14. janúar 2016

Dagskrá Hamingjudaga sem eru haldnir 30. júní - 3. júlí er komin á vefinn og hana má finna hér

Dagskráin er glæsileg í ár eins og áður þar sem við höldum fast í ákveðnar hefðir en beytum einnig út af vananum. Dagskrá á vegum sveitarfélagsins verður aðeins á laugardeginum en aðra daga hátíðarinnar munum við leyfa fyrirtækjum, félögum og einstaklingum að njóta sín. Í ár munum við prufa að sleppa formlegum hverfafundum. Við viljum samt sem áður hvetja fólk til að hafa snyrtilegt í sínu hverfi og skreyta. Gaman væri líka að sjá nágranna grilla saman yfir hátíðina og mun KSH bjóða upp á tilboð á eitthverju girnilegu á grillið.

 

Á næstu dögum munum við telja niður í hátíðina okkar með skemmtilegum upplýsingum hér á vefnum svo fylgist með. Ef það eru eitthverjar spurning hafið þá samband við Írisi Ósk tómstundafulltrúa í síma 846-0281 eða tomstundafulltrui@standabyggd.is

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón