A A A

Valmynd

Fréttir

Hamingjudagar 2010 hefjast með stórtónleikum í Bragganum

| 19. júní 2010
Eyþór Ingi Gunnlaugsson
Eyþór Ingi Gunnlaugsson

Hamingjudagar á Hólmavík 2010 hefjast með stórtónleikum í Bragganum fimmtudagskvöldið 1. júlí. Um er að ræða Deep purple tribute þar sem fimm manna hljómsveit stígur á stokk með rúmlega tveggja tíma prógram. Hólmvíkingurinn Jón Ingmundarson leikur á hljómborð og Eyþór Ingi Gunnlaugsson, sem er meðal annars þekktur úr bandinu hans Bubba syngur. Aðrir hljóðfæraleikarar eru Andri Ívarsson gítarleikari, Gunnar Leó Pálsson sem leikur á trommur og Arnar Ingi Hreiðarsson bassaleikari.

Það er því um að gera að taka kvöldið frá fyrir þennan stóra tónlistarviðburð. Miðaverð er kr 1.500 og verða tónleikarnir í Bragganum. Miðasala hefst við innganginn kl 20:15.

Þess má geta að eftir stórbættar samgöngur til Hólmavíkur á síðasta ári tekur aðeins um tvo tíma að aka þangað úr Borgarnesi, klukkutíma úr Búðardal, tvo tíma frá Hvammstanga, 40 mínútur frá Reykhólum og tvo og hálfan tíma frá Ísafirði. Hólmavík er því meira miðsvæðis en flestir aðrir þéttbýlisstaðir á landsbyggðinni.

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón