A A A

Valmynd

Fréttir

Hamingjudagaböllin!

Salbjörg Engilbertsdóttir | 21. júní 2022
Magga Stína og Draumar á Balli
Magga Stína og Draumar á Balli
« 1 af 2 »
Eftir langa bið er bara ekki hægt annað en að skella í ball og þá dugar auðvitað ekki bara eitt ball ónei.

Við byrjum stuðið á fimmtudeginum 23. júní með diskóteki fyrir aldurshópinn 14-17 ára sem verður haldið frá kl.20:00-23:30 í félagsmiðstöðinni Ozon sem er með aðstöðu í kjallara félagsheimilisins.  1000 kr. inn og sjoppa á staðnum.

Föstudaginn 24. júní verður sveitaball með Dansbandi Kolbeins Skagfjörð á Café Riis og byrjar ballið kl.23:00 og heldur ballið áfram til kl. 03:00. Bandið skipa synir Hólmavíkur Sigurður Orri Kristjánsson og Andri Freyr Arnarsson og lofa þeir miklu stuði, gestasöngvurum og engum pásum. Þeir félagar ætla að hita upp fyrir ballið með brekkusöng á Toggatúni (neðan við sjúkrahúsið) kl. 21 á föstudagskvöldinu.

Laugardaginn 25. júni mun Magga Stína sjá um ballstuðið sem byrjar aðeins fyrr eða kl. 22.00 er til kl. 03.00. Með henni spila Tómas Jónsson hljómborðsleikari, Daníel Friðrik Böðvarsson gítarleikari og Birgir Baldursson trommuleikari.

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón