A A A

Valmynd

Fréttir

Hamingjan 2015

| 15. júní 2015

Nú er dagskrá Hamingjudaga 2015 að verða tilbúin.
Að þessu sinni verður ekki varðeldur á Kópnesi en útitónleikar og brekkusöngur á Klifstúni/Hvamminum í staðin. 

Hamingjutónar verða á sínum stað og kynnar verða Ingibjörg Benediktsdóttir og Kristín Sigurrós Einarsdóttir. Hljómsveitin Bandura band stígur á stokk á laugardag en meðlimir hljómsveitarinnar bjóða einnig upp á trommunámskeið á föstudag og laugardag. Bangoura Band er níu manna sveit sem var spilar afrobeat, Afro jazz, mandingue og funk tónlist.

Dagskráin er glæsileg en meðal annars mun Jón Jósep Snæbjörnsson (í svörtum fötum) verða með útitónleika fyrir alla fjölskylduna föstudagskvöldið 26. júní. Leikhópurinn Lotta sýnir Litlu gulu hænuna kl 14:00 á laugardeginum. Gunnar Þórðarson verður með tónleika í Bragganum á laugardagskvöldið og Hemúllinn heldur tónleika á Resturant Galdri. Heimamenn munu einnig stíga á stokk skemmta gestum ásamt kassabílarally, myndlistasýningum, fyrirlestri, kökuhlaðborði og fleiru.

Café Riis verður með fiskihlaðborð á föstudagskvöld, steikarhlaðborð á laugardagskvöld og brunch á sunnudagsmorgun. Fiskurinn á Resturant Galdri klikkar ekki að ógleymdu kaffi og meðlæti. Útimessa í Tröllatungu, fótboltamót og furðuleikar á Sauðfjársetrinu á sunnudeginum.

Alltaf líf og fjör á Hólmavík

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón