A A A

Valmynd

Fréttir

Gunnar Ţórđarson međ tónleika á Hamingjudögum

| 23. júní 2009
Hljómagangur Gunnars Ţórđarsonar kom út fyrir síđustu jól
Hljómagangur Gunnars Ţórđarsonar kom út fyrir síđustu jól
Gunnar Þórðarson verður með tónleika í Bragganum á Hólmavík kl 21:00 á föstudagskvöldi á Hamingjudögum. Það er vel við hæfi að fá Gunnar á svæðið en hann er eins og margir vita Hólmvíkingur að uppruna og heldur mikilli tryggð við æskuslóðirnar. Undanfarið hefur hann ferðast um með tónleika og fylgt eftir útgáfu ævisögu sinnar Hljómagangur og geisladisks sem fylgdi henni, en bókin kom út fyrir síðustu jól. Góður rómur hefur verið gerður að þessum tónleikum Gunnars og er því mikið tilhlökkunarefni fyrir gesti Hamingjudaga að hlýða á hann í Bragganum.

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón