A A A

Valmynd

Fréttir

Grćnir Hamingjudagar

| 24. júní 2021
Við skiptum okkur upp í bláa, rauða, gula og appelsínugula hverfið en öll erum við græn.

Um helgina vinnum við saman að áframhaldandi hamingjuríku samfélagi með því að leggja okkar mörkum í að minnka rusl.

Við sem mögulega getum komum með eigin fjölnota áhöld í grillveilsuna í garðpartý Ozon á fimmtudag og á hnallþóruhlaðborðið á laugardag.

Dagskrám verður ekki dreift í hús en hanga uppi á víð og dreif ásamt því að vera aðgengilegar á samfélagsmiðlum og heimasíðu. Jafnframt liggja nokkur eintök frammi á fjölförnum stöðum.

Í brekkusöngnum getur fólk flétt upp textum í eigin síma, horft yfir öxlina hjá næsta manni eða bara sungið með eigin nefi.

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón