A A A

Valmynd

Fréttir

Geirmundur og hljómsveit sjá um Hamingjuballiđ

| 07. apríl 2011
Sveiflukóngurinn međ nikkuna - Ljósmynd: Örlygur Hnefill
Sveiflukóngurinn međ nikkuna - Ljósmynd: Örlygur Hnefill

Geirmundur Valtýsson hefur verið iðinn við að halda frábæra dansleiki á Hólmavík undanfarin misseri. Nú hefur verið staðfest að þessi mikli sveiflukóngur mætir á Hamingjudaga á Hólmavík og heldur uppi fjöri í Félagsheimilinu fram á rauða nótt ásamt hljómsveit sinni.

Geirmund þarf ekki að kynna fyrir nokkrum manni; hann er fyrir löngu landsþekktur fyrir frábæra sveiflusmelli og óheft stuð og fjör á dansleikjum víða um land. Hljómsveitina skipa afskaplega liprir og færir hljóðfæraleikarar sem víla ekki fyrir sér að spila allar tegundir tónlsitar - allt frá fornum ræl og polka að nýjustu sumarsmellunum.
 

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón