A A A

Valmynd

Fréttir

Ganga með Félagi eldriborgara

| 27. júní 2018

Félag eldri borgara stendur fyrir gönguferð fyrir alla laugardaginn 30.júní kl.10:00. Gengið verður frá N1 merkinu á kaupfélagslóðinni og munu Jón Eðvald og Aðalheiður Ragnarsdóttir stýra göngunni. Ferðinni er heitið að nýrri göngubrú yfir Hvítá þar sem brúin verður vígð formlega. Göngunni verður svo haldið áfram um Skeljavík.

Facebook

Hamingjumyndir

Hér leiðir Ragnar Bragason, stórbóndi á Heydalsá og skíðagöngukappi, hópinn út af malbikinu áleiðis upp í Deildarskarð norðanvert í Kollafirði. Stóra-Fjarðarhorn er í baksýn lengst til vinstri, þar fyrir aftan rís Bitruháls, en Klakkurinn rís þó hæst. Þrúðardalur gengur inn vinstra megin við Klakkinn, en hægra megin liggur leiðin upp á Steinadalsheiði.

(Ljósm.  og © Stefán Gíslason).
Vefumsjón