A A A

Valmynd

Fréttir

Frábærar smiðjur í boði fyrir börn og unglinga

| 21. júní 2011
Origamisnillingarnir Bjössi og Jonni í smiðjuhug
Origamisnillingarnir Bjössi og Jonni í smiðjuhug

Það verða ekki bara smiðjur fyrir fullorðna fólkið á Hamingjudögum (sjá hér og hér). Börn og unglingar fá tækifæri til að sækja ókeypis smiðjur í Félagsheimilinu á Hólmavík. Í raun er um að ræða fjórar smiðjur - flugdrekasmiðju, tilraunasmiðju, origamismiðju og töfrasmiðju - sem verða í gangi frá kl. 10:00-12:00 laugardaginn 2. júlí.

Þeir Björn Finnsson og Jón Víðis Jakobsson hafa umsjón með smiðjunum, en þeir hafa mikla reynslu af vinnu með ungu fólki. Þeir verða einnig á hátíðarsvæðinu á laugardeginum milli kl. 13:00 og 17:00 með blöðrur og origami... og kannski koma nokkrar kanínur úr hatti töframannsins!
 

Facebook

Hamingjumyndir

Komið niður úr þokunni að girðingarhorni gegnt Heydalsá. Guðmann fremstur.

(Ljósm. og © Stefán Gíslason)
Vefumsjón