A A A

Valmynd

Fréttir

Dívutónleikar í Hólmavíkurkirkju

| 13. júní 2017
Tónlistarfólk í fremstu röð stendur fyrir tónleikunum
Tónlistarfólk í fremstu röð stendur fyrir tónleikunum

Vinirnir og stórdívurnar Kristjana Stefáns, Þórhildur Örvars og Karl Olgeirsson koma fram á sannkölluðum Dívu tónleikum á Hamingjudögum í Hólmavíkurkirkju laugardaginn 1.júlí kl.20.00.

Þar mun þetta frábæra tónlistarfók draga uppúr hatti sínum tónlist úr ýmsum áttum og leika öll sín uppáhaldslög. Þarna mun öllu æja saman; klassík, pop, jazz og mögulega nokkrir brandarar í bland. Allir ættu því að finna þar eitthvað við sitt hæfi.

Aðgangseyrir er 3.500 og frítt fyrir börn yngri en 16 ára.

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón