A A A

Valmynd

Fréttir

Dans á Hamingjudögum

| 19. júní 2013
Magadans er dans frá Mið-Austurlöndum og er aðallega dansaður af konum. Margrét byrjaði að dansa magadans samkvæmt læknisráði til að vinna bug á bakverkjum. Magadans hentar öllum konum og sérstaklega þeim sem vilja styrkja og liðka bak og bol.

Margir rugla Bollywood og magadansi saman, en Bollywood kemur mun lengra austan að. Bollywood eru indverskir kvikmyndadansar þar sem gleði og litadýrð er í hámarki. Bollywood er mjög vinsælt um heim allan í kjölfar dansatriða úr So You Think You Can Dance.
Beyoncé-danstíminn byggir á alls kyns stílum sem söngdívan hefur tileinkað sér og kenndir verða tveir mismunandi dansar á annars vegar unglinganámskeiðinu og svo hinu námskeiðinu.

Námskeiðin miða við algjöra byrjendur og henta fólki af öllum stærðum og gerðum og á öllum aldri. Það þarf ekki að sýna á sér magann í magadans- eða Bollywood. Best er að vera í þægilegum fötum í danstímunum, berfættur í Bollywood og magadansi, og í þægilegum strigaskóm eða hælaskóm sem henta vel til dans í Beyoncétímanum. Hver tími er klukkutími.

Danstímarnir fara fram í Félagsheimilinu fimmtudaginn 27. júní og er dagskráin sem hér segir:
Kl. 15:00 Barna-Bollywood
Kl. 16:00 Unglinga-Beyoncé
Kl. 17:15 Magadans allur aldur
Kl. 18:30 Bollywood allur aldur
Kl. 19:45 Beyoncé allur aldur

Og allt er þetta í boði HSS og Strandabyggðar til að auka hamingju þína!

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón