A A A

Valmynd

Fréttir

Dagskráin komin á vefinn!

| 21. júní 2012
Međ bros á vör!
Međ bros á vör!
Jæja - þá er dagskráin loksins komin inn á vefinn. Eins og kemur fram á dagskrársíðunni geta enn orðið einhverjar breytingar á henni, en þær verða þá smávægilegar. Dagskrárbæklingur verður prentaður um helgina og sendur út í pósti um allar Strandir og í nágrannasveitarfélög næsta mánudag, en hann verður einnig aðgengilegur á vefnum til útprentunar.

Við erum afar stolt af hátíðardagskrá Hamingjudaga þetta árið. Mikið er lagt upp úr fjölbreytni alla dagana og að allir aldurshópar geti skemmt sér saman.

Og svo er langtíma-veðurspáin alveg hreint ágæt :)

Skoðið dagskrána hér, dreifið henni á Facebook og mætið svo hress og kát á Hamingjudaga 2012! Jibbí jei!

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón