A A A

Valmynd

Fréttir

Daginn í dag

| 28. júní 2013
Föstudagur í Hamingjudögum verður sannarlega frábær hér á Hólmavík.

Hamingjugetraunin er nú þegar hafin en vegleg verlaun eru í boði fyrir þann sem giskar rétt á fjölda hjarta í vasanum á Upplýsingamiðstöðinni.

Tomas Ponsi verður Galdrasafninu í dag þar sem hann teiknar portrait á 20 mínútum fyrir aðeins 1.900 kr. Hamingjuvellir vinnuskólans hafa opnað og útileikföngin eru komin á sinn stað á túnið neðan við Galdrasafnið.

Nú klukkan 10 hefst ukulele- og tónlistarsmiðja með Svavari Knúti í seturstofunni í grunnskólanum. Að henni lokinn halda Svavar og nemendur svo krútt tónleika á Kaffi Galdri klukkan 13:00. Svavar verður einnig á Heilbrigðisstofnuninni síðar í dag.

Klukkan 16:30 verður farsímaviðbótin Galdrastafir vígð með athöfn á Kaffi Galdri. Að því búnu opna sýningar í Hnyjðu á neðstu hæð Þróunarsetursins.

Í kvöld verður svo sirkussýning frá Sirkus Íslands í Félagsheimilinu, tónleikar með Kvennakórnum Norðurljósum, sundlaugarpartý fyrir 13-16 ára, brekkusöngur á Klifstúni og ball með Rúnari Þór.

Skemmtið ykkur vel!

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón