A A A

Valmynd

Fréttir

BMX brós á Hamingjudögum

| 19. maí 2017

Magnús Bjarki, Anton Örn og Benedikt mæta á Hamingjudaga en saman eru þeir þríeykið BMX-BRÓS.

Árið 2015 tóku Magnús og Benedikt þátt í Ísland Got Talent. Áhugi landsmanna á BMX-sportinu var gífurlegur, og skilaði það þeim öðru sæti í þættinum. Í kjölfarið opnuðust heilmargar dyr og fóru þeir fljótlega að ferðast um landið endilangt og halda fjölmargar sýningar fyrir skóla, útihátíðir, fyrirtæki o.s.frv. Má þar nefna Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, Kótelettan á Selfossi, Franskir dagar á Fárskrúðsfirði, Fiskidagurinn á Dalvík, Heilsuráðstefna í Hörpu og áfram mætti lengi telja.

Anton Örn Arnarsson bættist við um mitt sumarið 2015. Að vera þríeyki hjálpaði þeim að svara vaxandi eftirspurn, sem og að hafa sýningarnar lengri og kraftmeiri.

Rétt eins og árið 2015, þá tókst árið 2016 vonum framar. Vinirnir höfðu þau forréttindi að ferðast um landið þvert og endilangt, og uppfylla það markmið að kynna BMX-sportið og skemmta öllum þeim frábæru áhorfendum sem á sýningarnar mættu.

 

Árið 2017 verður enn kraftmeira og þeirra helsta markmið er að taka þetta ár með stæl og sjá ennþá fleiri andköf foreldra og hlátur og bros krakkana sem njóta sýninganna í botn!

BMX-BRÓS mæta á Hamingjudaga 2017 og bjóða ykkur adrenalínfulla og skemmtilega BMX-sýningu. 3 hjólagarpar, hjálmakynning, mismunandi gerðir stökkpalla, hjóla-þrautabraut og Mountain Dew í boði gera daginn ævintýralegan og að sýningu lokinni fá allir krakkar að spreyta sig á hjólunum. BMX-BRÓS svara síðan öllum þeirra spurningum og sjá til þess að allir séu brosandi út að eyrum. 

Brot af sýningum frá því í fyrra er hægt að sjá á Facebook og Youtube-síðu þríeykisins:

https://www.facebook.com/bmxbrosisland/

https://www.youtube.com/watch?v=qZqfuFYtlnE&t=8s

https://www.youtube.com/watch?v=ZYZuh4tGQnA

 

Við lofum frábærri skemmtun fyrir alla!

Með kærri kveðju, BMX-BRÓS.

 

Facebook

Hamingjumyndir

Örstutt áning neðan við Hnitbjörg í Steingrímsfirði. Tæpir 4 km eftir.

(Ljósm. og © Stefán Gíslason).
Vefumsjón