A A A

Valmynd

Fréttir

Annar fundur með Menningarmálanefnd

| 26. maí 2009
Andlitsmálun setur gjarnan svip á yngstu gesti hamingjudaganna
Andlitsmálun setur gjarnan svip á yngstu gesti hamingjudaganna
Seinnipartinn í dag fór fram annar fundur framkvæmdastjóra Hamingjudaga með Menningarmálanefnd Strandabyggðar. Farið var yfirhugmyndir og umræður sem fram komu á íbúafundinum í gær. Einnig yfir praktísk atriði eins og leyfi, gæslu og hljóðmál, en viðræður standa yfir við aðila sem að þeim koma.
Ákveðið var að panta inn í þau númer sem vantar af bolum sem prentaðir voru í fyrra og verða bolirnir í sölu í upplýsingamiðstöðinni þegar hún opnar um næstu mánaðarmót.
Nú er leitað eftir skemmtiatriðum frá heimamönnum, bæði á útvisvið á laugardegi og við kökuhlaðborð á útisviði á laugardagskvöldi. Þá vantar skreytingarstjóra í hvert hverfi, en lagt er til að hverfin taki sig til um skreytingardag þar sem sameiginlegum skreytingum gatnanna verði komið upp og síðan jafnvel endað með götugrilli. Loks vantar fólk í dómnefndir fyrir kökukeppni, söngkeppni barna og skreytingaverðlaun. Þeir sem eru áhugasamir um að taka eitthvað af ofangreindu eða önnur tilfallandi verkefni að sér eru beðnir að snúa sér til framkvæmdastjóra eða senda tölvupóst á netfangið hamingjudagar@hamingjudagar.is.

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón