A A A

Valmynd

Fréttir

Alls konar ást - upphafsviðburður Hamingjudaga

| 20. júní 2012
Í ár er fyrsti viðburður Hamingjudaga á mánudegi. Þar er um að ræða Alls konar ást - frábæra tónleika sem kór Hólmavíkurkirkju stendur að ásamt góðum samstarfsaðilum og gestum. Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt, en í henni er fjallað um ást frá ýmsum hliðum. Þjóðfræðistofa á Ströndum kemur með skemmtileg innlegg milli laga og sérstakir gestir á tónleikunum er Gógó píurnar sem gert hafa garðinn frægann, m.a. á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður.

Undirleikari er Stefán Steinar Jónsson og stjórnandi er Viðar Guðmundsson. Aðgangseyrir er kr. 2.000 fyrir 13 ára og eldri.

Allt fyrir ástina!

Facebook

Hamingjumyndir

Gunnlaugur nálgast hæstu hæðir á Bitruhálsi. í baksýn grillir í Vatnsnesið og myndarlegan þokubakka á Húnaflóa.

(Ljósmynd og  © Stefán Gíslason)
Vefumsjón