A A A

Valmynd

Fréttir

Á móti sól spilar á Hamingjuballinu

| 24. janúar 2013
Á móti sól
Á móti sól
Þó að enn séu rúmlega fimm mánuðir í Hamingjudaga er ekkert verið að tvínóna við hlutina. Nú er ljóst að það verður hin frábæra hljómsveit Á móti sól sem mun spila á Hamingjuballinu í sumar, nánar tiltekið laugardagskvöldið 29. júní.

Magni og félagar munu væntanlega mæta eiturhressir á svæðið með pottþétt prógramm sem enginn ætti að verða svikinn af, enda um að ræða eitt allra vinsælasta og þéttasta ballband á Íslandi mörg undanfarin ár. Það er því óhætt að vera miklu meira en spenntur fyrir Hamingjuballinu 2013.

Átján ára aldurstakmark verður á dansleikinn.

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón