A A A

Valmynd

Fréttir

Takk fyrir okkur!

02. júlí 2021 | Esther Ösp Valdimarsdóttir
Hamingjudagarnir voru hreint út sagt frábærir, veðurvarða dagskráin small saaman við dýrindis veður, stemmningin var góð, samvera án samkomutakmarkana kærkomin og veitingarnar lúffengar.

Við þökkum öllum sem lögðu hönd á plóg kærlega fyrir sitt framlag og bjóðum alla okkar góðu gesti velkomna aftur síðar.

Við minnum á að Hólmavík er hátíðarbær þar sem glatt er á hjalla en hér er haldin hátíð í hverjum mánuði, allan ársins hring. Næst á dagskrá er Náttúrubarnahátíðin á Sævangi 9.-11. júlí en þar fer einnig fram Hrútaþukl í ágúst, réttir eiga hug okkar allan í september en í október er Hrekkjavík og Bókavík í nóvember.

Gera má ráð fyrir að Hamingjudagar verði aftur á dagskrá síðustu helgina í júní að ári liðnu, sjáumst þá.

Verđlaunahafar í Hnallţórukeppni

30. júní 2021 | Esther Ösp Valdimarsdóttir
Hamingjusamasta kakan
Hamingjusamasta kakan
« 1 af 3 »
Hnallþóruhlaðborðið í ár var virkilega glæsilegt!

Vel skipuð dómnefnd valdi hnallþóru Iðunnar Sveinsdóttur sem flottustu krakkakökuna, köku Ölmu Benjamínsdóttur sem þá frumlegustu og Hafdísar Gunnarsdóttur sem þá hamingjusömustu.

Verðlaunahafar hlutu bækur frá Gotterí og gersemar auk innegna hjá Samkaup og Sætum syndum.

Við þökkum kærlega fyrir allar veitingar sem bárust, gleðilega samveru og glæsilega vinninga.

Kubbmót á Hamingjudögum

30. júní 2021 | Esther Ösp Valdimarsdóttir
Kubbmót HSS var haldið á tjaldstæði Strandabyggðar fimmtudaginn 24. júní kl 17. Mótið hófst 17:17 í suðvestan "sveiflu" og blés nokkuð ákveðið. Hitastig var ekki ýkja hátt og var því nokkur vindkæling. Það létu áhugasamir þátttakendur ekki á sig fá og voru spilaðir 4 leikir undir ábyrgu eftirliti dómara en það voru þær Steinunn Þorsteinsdóttir og Íris Björg Guðbjartsdóttir Miðdælingar sem sáu um að farið væri að reglum. Eftir fyrri tvo leikina fengu liðsmenn, dómarar og aðrir gestir sér grillaðar veitingar. Eftir veitingarnar voru leiknir úrslitaleikir og voru það þau Ólöf Katrín Reynisdóttir og Marínó Helgi Sigurðsson sem unnu. Engin sérstök verðlaun voru veitt en meðlimir vinningsliðsins voru hvattir til þátttöku í íslandsmóti í kubbi síðar í sumar.

Texti: Íris Björg

Fleiri fréttir

Nýjustu myndirnar

Strandir.is - fréttir

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón