Innskráning

A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Strandabyggð auglýsir til sölu hlut sinn í Hornsteinum ehf

08. september 2025 | Salbjörg Engilbertsdóttir


Strandabyggð auglýsir hér með eignarhlut sinn í Hornsteinum ehf Kt. 510607-1200 til sölu. Hlutur sveitarfélagsins er 44.16%. Öll ferkari gögn um félagið og starfsemi þess, s.s. ársreikninga,  má nálgast á skrifstofu sveitarfélagsins. 

 

Tilboð skulu send á skrifstofu Strandabyggðar á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is  og er frestur til að skila inn tilboðum til miðnættis 22. september 2025“

Opnunartími héraðsbókasafns

07. september 2025 | Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir

Síðdegisopnunartími Héraðsbókasafns færist frá þriðjudegi til miðvikudags en verður áfram á sama tíma dags 17:30-18:30.
Verið öll velkomin á miðvikudaginn 17:30-18:30. 
Svanur Kristjánsson bókavörður tekur vel á móti hugmyndum að pöntun á nýjum bókum. 

Sveitarstjórnarfundur 1380 í Strandabyggð

05. september 2025 | Salbjörg Engilbertsdóttir

 

Fundur nr. 1380 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn kl. 16:00, miðvikudaginn 10. september 2025 í Hnyðju, Höfðagötu 3, Hólmavík. Athugið að fundurinn er haldinn á miðvikudegi í stað þriðjudags

  

Fundardagskrá er svohljóðandi:  

  1. Viðauki III við fjárhagsáætlun 2025 

  1. Fjárhagsáætlun 2026-2029 forsendur og skipulag áætlunarvinnu 

  1. Álit siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga um meint brot á siðareglum Strandabyggðar 30. ágúst 2025 

  1. Samþykkt um búfjárhald, seinni umræða 

  1. Erindi frá bændum vegna niðurfellingar á fjallskilum 

  1. Staðfesting á svari sveitarstjórnar til Skipulagssstofnunar, varðandi ósnert víðerni 

  1. Fjórðungsþing 16. september 2025, tillögur að ályktunum Strandabyggðar 

  1. Náttúrustofa Vestfjarða á Hólmavík 

  1. Sýning/vitundarvakning í Hnyðju vegna ástandsins á Gasa 

  1. Vinnuskýrsla sveitarstjóra 

  1. Félag fósturforeldra, styrkbeiðni frá 26. ágúst 2025 

  1. Stígamót, styrkbeiðni og ársskýrsla frá 1. september 2025 

  1. HS orka, upplýsingarum birtingu matsskýrslu 

  1. Hornsteinar ársreikningur 2024 ásamt fundargerð aðalfundar og stjórnarfundar 29.ágúst.2025 

  1. Sorpsamlag Strandasýslu, fundargerð aðalfundar 29. ágúst 2025 ásamt ársreikningi 2024 

  1. Velferðarnefnd fundargerð frá 2. september 2025 

  1. Umhverfis- og skipulagsnefnd fundargerð frá 3. september 2025  

  1. Vinnslutillaga um svæðisskipulag á Vestfjörðum 

  1. Matsáætlun vegna Hvalárlínu Landsnets 

  1. Tillaga að verndarsvæði í byggð 

  1. Orkubú Vestfjarða erindi varðandi deiliskipulag á Skeiði 

  1. Orkuvinnslan, umsókn um stofnun lóðar í Hafnardal 

  1. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, samráð v.máls nr. 113/2025  

  1. Hraðfrystihúsið-Gunnvör, umsókn um framkvæmdaleyfi á Nauteyri 

  1. Finna hótel, umsókn um byggingarleyfi að Borgabraut 4 

  1. Þorgeir Pálsson, umsókn um stöðuleyfi að Stóru-Grund 

  1. Þorgeir Pálsson, 2 erindi vegna Stóru-Grundar 

  1. Við fimm ehf. leyfi til að byggja smáhýsi á lóð Brekkugötu 4 

  1. Reynir Snædal, umsókn um flutning á stöðuhýsi til Hallsstaða 

  1. Magnús Steingrímsson, umsókn um byggingarleyfi á Stað í Steingrímsfirði 

  1. Fjórðungsþing nr. 70 haldið 16. september 2025, þingskjöl til afgreiðslu 

  1. Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum, fundargerð nr. 83 frá 20. júní 2025 

  1. Hafnasamband Íslands, fundargerð nr. 474 frá 22. ágúst 2025 

  1. Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerð 983 frá 29. ágúst 2025 

  1. Ársskýrsla Náttúrufræðistofnunar 

 

 

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:  

 

Þorgeir Pálsson 

Grettir Örn Ásmundsson 

Júlíana Ágústsdóttir 

Matthías Sævar Lýðsson  

Hlíf Hrólfsdóttir 

 

Strandabyggð 5. september 

Þorgeir Pálsson oddviti  

Aðalfundur Sorpsamlags Strandasýslu 2025

22. ágúst 2025 | Þorgeir Pálsson

 

Aðalfundur Sorpsamlags Strandasýslu verður haldinn föstudaginn 29. ágúst í Hnyðju og hefst kl 14.

Dagskrá fundarins:

  1. Kjör fundarstjóra og ritara
  2. Skýrsla stjórnar og framkvæmdastjóra
  3. Staðfesting ársreiknings 2024
  4. Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar
  5. Kjör stjórnar og endurskoðanda félagsins
  6. Gjaldskrár félagsins
  7. Önnur mál
    1. Framfylgd laga um sorphirðu í þéttbýli
    2. Breyting á opnunartíma móttökueiningar á Skeiði
    3. Helstu verkefni framundan.

Fundurinn er öllum opinn.

Hólmavík, 22.8.2025.

Þorgeir Pálsson

Formaður stjórnar Sorpsamlagsins.

 

Starfsfólk óskast í félagslega liðveislu á starfssvæði félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps.

22. ágúst 2025 | Hlíf Hrólfsdóttir
Starfsfólk óskast í félagslega liðveislu á stafssvæði félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps.
Um er að ræða hlutastörf á Drangsnesi, Reykhólum og Hólmavík.
Markmið starfsins er að styðja við félagslega þátttöku og daglegt líf einstaklinga.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélaga.
Upplýsingar veitir Hlíf Hrólfsdóttir í síma 4513510 eða 8422511. Fyrirspurnir má einnig senda á felagsmalastjori@strandabyggd.is
Umsóknir sendist á Hlíf Hrólfsdóttur, félagsmálastjóra á netfangið felagsmalastjori@strandabyggd.is eða á skrifstofu að Hafnarbraut 25. 510 Hólmavík

Sauðfjársetur á Ströndum auglýsir

22. ágúst 2025 | Salbjörg Engilbertsdóttir

Íslandsmeistaramót í HRÚTADÓMUM 2025, opnun sýningar, kjötsúpa og kaffihlaðborð á Sauðfjársetri á Ströndum sunnudaginn 24. Ágúst.

Dagskráin hefst klukkan 12:00 þar sem opnuð verður ný sögusýning í Kaffi Kind. Á henni er fjallað um fjárréttir fyrr og nú, bæði mannvirkið sjálft og einnig um menningarviðburðinn og mannamótið réttir.


Sýningin er hluti af rannsóknarverkefni sem snýst um kortlagningu fjárrétta fyrr og nú um land allt og söfnun á sögum úr réttunum sem Sauðfjársetrið stendur fyrir í samvinnu við Rannsóknasetur HÍ á Ströndum – Þjóðfræðistofu. Síðar í haust verður einnig haldið málþing um fjárréttir og opnaður vefur með hluta af fróðleiknum sem safnað hefur verið.


Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Vestfjarða, Safnasjóði, Byggðaþróunarverkefninu Sterkar Strandir og Nýsköpunarsjóði námsmanna.


Ilmandi kjötsúpa verður á boðstólnum, kr 2.900 fyrir 13 ára og eldri, 1.800 fyrir 6-12 ára og frítt fyrir yngri.


Íslandsmót í Hrútadómum hefst klukkan 14:00 og er aðgangur að hátíðinni og sýningum Sauðfjársetursins ókeypis í tilefni dagsins.

Boðið verður upp á kaffihlaðborð, kr 3.200 fyrir 13 ára og eldri, 1.800 fyrir 6-12 ára og frítt fyrir yngri.


Árlegt líflambahappadrætti verður á sínum stað og kostar miðinn kr 800. Miðar verða seldir á staðnum en fyrir þá sem ekki komast á staðinn eða vilja kaupa miða í forsölu þá verða miðar seldir frá 15. Ágúst. Miða verður hægt að kaupa í Sauðfjársetrinu, í gegnum einkaskilaboð á facebook eða tölvupóst saudfjarsetur@saudfjarsetur.is . Einnig má hringja í Siggu safnstjóra í síma 899 3813. Listi yfir þau lömb sem eru í vinning verður birtur fyrir 15. ágúst.


Sjáumst í Sævangi!

Fleiri fréttir

Strandir.is - fréttir

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón