Innskráning

A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Hunda- og kattahreinsun 2025

31. október 2025 | Heiðrún Harðardóttir
Hunda- og kattahreinsun 2025

Þórdís Karlsdóttir sinnir hreinsun á hundum og köttum fimmtudaginn 6. nóvember, í Áhaldahúsinu, Skeiði 7, milli kl. 16:00 og 18:00.

 

Gott væri ef hundaeigendur gætu komið á milli 16:00-17:00 og kattaeigendur á milli 17:00-18:00. Hundar þurfa að vera í taumi og kettir í búri. Einnig er í boði að sækja lyfin fyrir kettina á auglýstum tíma til Þórdísar.

 

Hunda- og kattaeigendur í Strandabyggð, bæði í þéttbýli og dreifbýli, eru hvattir til að mæta og nýta sér þjónustuna.

 

Allir hundar og kettir innan þéttbýlis skulu skráðir og bera merkingar skv. reglugerð um hunda- og kattahald sem finna má hérSkylt er að færa hunda og ketti til hreinsunar árlega.


Umsóknareyðublöð varðandi skráningu hunda er hér, katta hér og listi yfir skráða hunda og ketti er hér. Ef þú sérð þitt dýr ekki skráð, þá er hægt fylla út eyðublaðið og senda til okkar á strandabyggd@strandabyggd.is ásamt mynd af dýrinu.

Skv. reglugerð og gjaldskrá er nú innheimt skráningargjald við skráningu dýrsins og síðan eftirlitsgjald árlega. Innifalið er lyf v. ormahreinsunar og hópvátrygging.

Þeir sem vilja láta bólusetja dýrin þá þarf að hafa samband við Þórdísi beint í síma 699-3492 eða í tölvupósti thordiskarls@gmail.com í síðasta lagi þriðjudaginn 4. nóvember. 

Sólmyrkvagleraugu fyrir íbúa Strandabyggðar

31. október 2025 | Heiðrún Harðardóttir

Þann 12. ágúst 2026 verður almyrkvi á sólu, sem mun vara hvað lengst á Vestfjörðum. Til að tryggja að íbúar geti notið sólmyrkvans á öruggan hátt hefur Strandabyggð tekið þátt í sameiginlegri pöntun á sólmyrkvagleraugum ásamt öðrum sveitarfélögum á Vestfjörðum.

Strandabyggð hefur keypt 556 gleraugu og uppfylla þau alla öryggisstaðla. Þeim verður dreift þegar nær dregur.

Það er mikilvægt að allir noti réttan öryggisbúnað þegar horft er á sólmyrkva, til að koma í veg fyrir augnskaða, sem í verstu tilfellum getur verið varanlegur.

Nánari upplýsingar um afhendingu glerauganna verða birt síðar, þegar nær dregur sólmyrkva. 

Lausar stöður í frístund

30. október 2025 | Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir
Tvær stöður frístundaleiðbeinenda
Starfsmaður vinnur með börnum í Frístund eftir skóla og er unnið á tímabilinu 13:30-16:15 mánudaga til fimmtudags. Leitað er eftir skapandi einstaklingi sem hefur ánægju af að vinna með börnum og sem getur aðlagað sig þörfum nemenda. Um er að ræða starfshlutfall í dreifðu starfi á 12 mánuði 25% eða 27% á 9,5 mánuði.
Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri S: 4513430
Umsóknarfrestur er til og með 6. nóvember.
Umsókn skal senda á grunnskoli@strandabyggd.is

Snjóflóðin á Flateyri 1995

26. október 2025 | Salbjörg Engilbertsdóttir

Strandabyggð sendir hlýjar kveðjur til Flateyringa og Önfirðinga nú þegar við minnumst þess að þrjátíu ár hafa liðið frá snjóflóðunum 1995. Eins og þá, er hugur okkar hjá ykkur öllum á þessum tímamótum. 


Kvennafrídagurinn 24.10.25

23. október 2025 | Þorgeir Pálsson

Kæru íbúar Strandabyggðar,

 

Í tilefni kvennafrídagsins 24.10, verður skrifstofa Strandabyggðar lokuð þann daginn.  Ef um brýn erindi er að ræða, má beina þeim til sveitarstjóra í síma 899-0020 á vinnutíma.  Í leik- og grunnskóla er vetrarfrí þann 24.10 þannig að þar er lokað og í íþróttamiðstöðinni standa karlmenn vaktina.

 

Við hvetjum og styðjum konur og kvár til þátttölku á kvennafrídaginn!

Kveðja
þorgeir Pálsson
oddviti

HMS hefur birt drög að áætluðum eignamörkum jarða á Vestfjörðum

22. október 2025 | Heiðrún Harðardóttir
  • HMS hefur áætlað eignamörk um 750 jarða á Vestfjörðum
  • Eigendur fá send bréf þess efnis í dag í pósthólfið sitt á island.is
  • Aðilar hafa 6 vikur til að bregðast við

HMS er vel á veg komið við að kortleggja jarðir á Vestfjörðum og hefur áætlað eignarmörk um 750 jarða í landshlutanum. Hægt er að skoða eignamörkin í landeignaskrá HMS, en þar er einnig að finna áætluð eignamörk fyrir 1.720 jarðir á Norðurlandi.

Áætlun eignamarka á Vestfjörðum er liður í verkefni HMS um að áætla landamerki jarða um allt land, þar sem hnitsett afmörkun liggur ekki fyrir. Hægt er að lesa meira um verkefnið hér, en markmið þess er að bæta landeignaskrá þannig að hún geti þjónað sem heildstætt upplýsingakerfi um eignarhald lands á Íslandi.

Frá því að HMS tók við málaflokki fasteignaskrár hefur stofnunin unnið markvisst að uppbyggingu landeignaskrár. Í upphafi árs 2023 var um 29% flatarmáls Íslands afmarkað í landeignaskrá. Hlutfalið jókst í 39% árið 2024 og nú í október 2025 er það komið upp í 62% með áætlun eignamarka á stórum hluta Norðurlands og nú á Vestfjörðum.

Sex vik­ur til að bregð­ast við áætl­uð­um eigna­mörk­um

HMS sendi í dag eigendum jarðanna bréf á island.is, þess efnis að drög að áætluðum eignamörkum væru komin í birtingu. Aðilar hafa sex vikur til að bregðast við og senda HMS athugasemdir um áætlaða legu einstakra eignamarka.

Athugasemdir er hægt að senda á rafrænan hátt gegnum þar til gert form á island.is. Þar að auki geta landeigendur hitt starfsmenn í eigin persónu ef bókaður er fundur með því að senda okkur póst á netfangið jardir@hms.is eða í símanúmer stofnunarinnar 440-6400.  

Norð­aust­ur- og aust­ur­land eru næst til yf­ir­ferð­ar

Næstu svæði sem verða tekin til yfirferðar eru Þingeyjasýslur og Múlasýslur. Gert er ráð fyrir að drög að áætlun eignamarka á því svæði verði kynnt landeigendum seinni hluta árs 2026. Tímaáætlun annarra svæða er lýst í tímaáætlun verkefnis.

Frétt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar má sjá hér: HMS hefur birt drög að áætluðum eignamörkum jarða á Vestfjörðum | Húsnæðis- og mannvirkjastofnun

Fleiri fréttir

Strandir.is - fréttir

Facebook

Vefumsjón