Innskráning

A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Ástandið á Gasa - vitundarvakning í Hnyðju

11. september 2025 | Þorgeir Pálsson
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Á fundi sveitarstjórnar 10.9 sl. var samþykkt að fara í tímabundið samstarf með leigjendum í Hnyðju, sem hafa með útstillingu í glugga Hnyðju, tjáð hug sinn til ástandsins á Gasa og þeirra hörmunga sem þar eiga sér stað.

Fólki gefst kostur á að fara í Hnyðju á vinnutíma, kynna sér þær upplýsingar sem þar eru,  tjá skoðanir sínar og ræða við aðra sem þar kunna að vera í sömu erindagjörðum.

Þessi opnun Hnyðju er hugsuð frá 18 ágúst sl. til 18. september n.k.  Eftir þann dag verður allt í glugga á jarðhæð Hnyðju tekið niður.

Við hvetjum íbúa til að kynna sér ástandið á Gasa og tjá hug sinn ef því sýnist svo.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
Oddviti

Íþrótta- og frístundastyrkir barna og unglinga - Opið fyrir umsóknir

09. september 2025 | Heiðrún Harðardóttir

Strandabyggð veitir foreldrum/forráðamönnum barna og ungmenna á aldrinum 6 að 18 ára, styrki vegna íþrótta- og frístundaiðkunar. Meginmarkmið íþrótta- og frístundastyrkja er að stuðla að aukinni hreyfingu og félagsþátttöku barna í sveitarfélaginu. Styrkur er veittur vegna æfinga- og þátttökugjalda fyrir börn á aldrinum 6 að 18 ára með lögheimili í Strandabyggð. Styrkhæft er hvers konar reglulegt íþrótta- og frístundastarf. Fjárhæð styrks er ákveðin ár hvert í sveitarstjórn að fengnum tillögum frá tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd. Styrkur nemur aldrei hærri fjárhæð en sem nemur greiddum gjöldum.

Upphæð styrks 2025 verður tekin fyrir á Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar fundi í september og staðfest af sveitarstjórn í október.

 

Umsóknir vegna æfingagjalda frá 1. september síðasta árs til 31. ágúst þessa árs  þurfa að berast í síðasta lagi 15. september ár hvert til skrifstofu Strandabyggðar á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is.

 

Gögn sem fylgja þurfa umsókninni:

  • Afrit af reikningi þar sem fram kemur fyrir hvaða íþrótt eða tómstund er verið að greiða og fyrir hvaða barn.
  • Staðfestingu á greiðslu
  • Reikningsupplýsingar vegna greiðslu styrksins

 

Greiðsla styrks fer fram fyrir lok október ár hvert.

Strandabyggð auglýsir til sölu hlut sinn í Hornsteinum ehf

08. september 2025 | Salbjörg Engilbertsdóttir


Strandabyggð auglýsir hér með eignarhlut sinn í Hornsteinum ehf Kt. 510607-1200 til sölu. Hlutur sveitarfélagsins er 44.16%. Öll ferkari gögn um félagið og starfsemi þess, s.s. ársreikninga,  má nálgast á skrifstofu sveitarfélagsins. 

 

Tilboð skulu send á skrifstofu Strandabyggðar á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is  og er frestur til að skila inn tilboðum til miðnættis 22. september 2025“

Opnunartími héraðsbókasafns

07. september 2025 | Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir

Síðdegisopnunartími Héraðsbókasafns færist frá þriðjudegi til miðvikudags en verður áfram á sama tíma dags 17:30-18:30.
Verið öll velkomin á miðvikudaginn 17:30-18:30. 
Svanur Kristjánsson bókavörður tekur vel á móti hugmyndum að pöntun á nýjum bókum. 

Sveitarstjórnarfundur 1380 í Strandabyggð

05. september 2025 | Salbjörg Engilbertsdóttir

 

Fundur nr. 1380 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn kl. 16:00, miðvikudaginn 10. september 2025 í Hnyðju, Höfðagötu 3, Hólmavík. Athugið að fundurinn er haldinn á miðvikudegi í stað þriðjudags

  

Fundardagskrá er svohljóðandi:  

  1. Viðauki III við fjárhagsáætlun 2025 

  1. Fjárhagsáætlun 2026-2029 forsendur og skipulag áætlunarvinnu 

  1. Álit siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga um meint brot á siðareglum Strandabyggðar 30. ágúst 2025 

  1. Samþykkt um búfjárhald, seinni umræða 

  1. Erindi frá bændum vegna niðurfellingar á fjallskilum 

  1. Staðfesting á svari sveitarstjórnar til Skipulagssstofnunar, varðandi ósnert víðerni 

  1. Fjórðungsþing 16. september 2025, tillögur að ályktunum Strandabyggðar 

  1. Náttúrustofa Vestfjarða á Hólmavík 

  1. Sýning/vitundarvakning í Hnyðju vegna ástandsins á Gasa 

  1. Vinnuskýrsla sveitarstjóra 

  1. Félag fósturforeldra, styrkbeiðni frá 26. ágúst 2025 

  1. Stígamót, styrkbeiðni og ársskýrsla frá 1. september 2025 

  1. HS orka, upplýsingarum birtingu matsskýrslu 

  1. Hornsteinar ársreikningur 2024 ásamt fundargerð aðalfundar og stjórnarfundar 29.ágúst.2025 

  1. Sorpsamlag Strandasýslu, fundargerð aðalfundar 29. ágúst 2025 ásamt ársreikningi 2024 

  1. Velferðarnefnd fundargerð frá 2. september 2025 

  1. Umhverfis- og skipulagsnefnd fundargerð frá 3. september 2025  

  1. Vinnslutillaga um svæðisskipulag á Vestfjörðum 

  1. Matsáætlun vegna Hvalárlínu Landsnets 

  1. Tillaga að verndarsvæði í byggð 

  1. Orkubú Vestfjarða erindi varðandi deiliskipulag á Skeiði 

  1. Orkuvinnslan, umsókn um stofnun lóðar í Hafnardal 

  1. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, samráð v.máls nr. 113/2025  

  1. Hraðfrystihúsið-Gunnvör, umsókn um framkvæmdaleyfi á Nauteyri 

  1. Finna hótel, umsókn um byggingarleyfi að Borgabraut 4 

  1. Þorgeir Pálsson, umsókn um stöðuleyfi að Stóru-Grund 

  1. Þorgeir Pálsson, 2 erindi vegna Stóru-Grundar 

  1. Við fimm ehf. leyfi til að byggja smáhýsi á lóð Brekkugötu 4 

  1. Reynir Snædal, umsókn um flutning á stöðuhýsi til Hallsstaða 

  1. Magnús Steingrímsson, umsókn um byggingarleyfi á Stað í Steingrímsfirði 

  1. Fjórðungsþing nr. 70 haldið 16. september 2025, þingskjöl til afgreiðslu 

  1. Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum, fundargerð nr. 83 frá 20. júní 2025 

  1. Hafnasamband Íslands, fundargerð nr. 474 frá 22. ágúst 2025 

  1. Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerð 983 frá 29. ágúst 2025 

  1. Ársskýrsla Náttúrufræðistofnunar 

 

 

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:  

 

Þorgeir Pálsson 

Grettir Örn Ásmundsson 

Júlíana Ágústsdóttir 

Matthías Sævar Lýðsson  

Hlíf Hrólfsdóttir 

 

Strandabyggð 5. september 

Þorgeir Pálsson oddviti  

Aðalfundur Sorpsamlags Strandasýslu 2025

22. ágúst 2025 | Þorgeir Pálsson

 

Aðalfundur Sorpsamlags Strandasýslu verður haldinn föstudaginn 29. ágúst í Hnyðju og hefst kl 14.

Dagskrá fundarins:

  1. Kjör fundarstjóra og ritara
  2. Skýrsla stjórnar og framkvæmdastjóra
  3. Staðfesting ársreiknings 2024
  4. Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar
  5. Kjör stjórnar og endurskoðanda félagsins
  6. Gjaldskrár félagsins
  7. Önnur mál
    1. Framfylgd laga um sorphirðu í þéttbýli
    2. Breyting á opnunartíma móttökueiningar á Skeiði
    3. Helstu verkefni framundan.

Fundurinn er öllum opinn.

Hólmavík, 22.8.2025.

Þorgeir Pálsson

Formaður stjórnar Sorpsamlagsins.

 

Strandir.is - fréttir

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón