A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

34. fundur Velferðarnefndar Stranda og Reykhólahrepps - 26. september 2017

34. fundur Velferðarnefndar Stranda og Reykhólahrepps var haldinn í Þróunarsetrinu á Hólmavík 26. september 2017 kl. 17:00. Mættir voru: Ingibjörg Emilsdóttir (Strandabyggð), Unnsteinn Árnason (Strandabyggð), Vilberg Þráinsson, (Reykhólahreppi), Jenny Jensdóttir (Kaldrananeshreppi),  Hrefna Þorvaldsdóttir (Árneshreppi) sem var í síma og María Játvarðardóttir, félagsmálastjóri sem ritaði fundargerð.

 

1. Sérstakur húsnæðisstuðningur er fjárstuðningur til greiðslu húsaleigu umfram húsnæðisbætur sem veittar eru á grundvelli laga um húsnæðisbætur nr. 75/2016. Á  32. fundi Velferðarnefndar samþykkti nefndin nýjar reglur um sérstakan húsnæðisstuðning. Í ljós hefur komið að þær breytingar sem gerðar hafa verið hafa komið þeim sem njóta stuðningsins verr en áður og hefur Velferðarráðuneytið farið þess á leit við sveitarfélögin að reglurnar verði endurskoðaðar. Leggur félagsmálastjóri til eftirfarandi breytingar á reglum Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps: Í reglum um stuðning við nemendur 15-17 ára verði ekki aðeins veittur stuðningur til þeirra unglinga sem leigja á heimavist og námsgörðum heldur einnig til þeirra nemenda sem leigja á almennum markaði.

Fundarmenn samþykktu tillöguna samhljóða

Í reglunum var miðað við að upphæð húsnæðisstuðnings væri 600 kr. á móti 1.000 kr. húsnæðisbóta og leggur félagsmálastjóri til að sú upphæð verði hækkuð í 900 kr á móti 1.000 kr. húsnæðisbóta.

Fundarmenn samþykktu tillöguna samhljóða.

Gert er ráð fyrir að sérstakur húsnæðisstuðningur verði auglýstur á heimasíðum sveitarfélaganna og verður það gert.

 

2. Umsóknir um sérstakan húsnæðisstuðning.

Umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning úr Strandabyggð

Samþykkt og fært í trúnaðarbók.

Umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning úr Strandabyggð

Samþykkt og fært í trúnarbók.

Umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning úr Strandabyggð

Samþykkt og fært í trúnaðarbók.

 

3. Umsóknir um sérstakan húsnæðisstuðning vegna 15-17 ára barna

Umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning úr Strandabyggð

Samþykkt og fært í trúnaðarbók.

Umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning úr Strandabyggð

Samþykkt og fært í trúnaðarbók.

Umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning úr Strandabyggð

Samþykkt og fært í trúnaðarbók.

Umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning úr Strandabyggð

Samþykkt og fært í trúnaðarbók.

Umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning úr Strandabyggð

Samþykkt og fært í trúnaðarbók.

 

Málefni fatlaðra

4. Umsókn um mótframlag til Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra vegna sumardvalar barns úr Reykhólahreppi  í Sumarbúðunum í Reykjadal.

Samþykkt og fært í trúnarðarbók.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:45

 

________________________________                                        __________________________________

Ingibjörg Emilsdóttir                                                                     Unnsteinn Árnason

 

_______________________________                                           ___________________________________

Jenny Jensdóttir                                                                            Vilberg Þráinsson

 

________________________________

Hrefna Þorvaldsdóttir

 

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón