A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Ungmennaráđ Strandabyggđar - fundargerđ 19. maí 2014

Fundur var haldinn í Ungmennaráði Strandabyggðar mánudaginn 19. maí. kl. 18:00 Í Ungmennahúsinu í Félagsheimilinu á Hólmavík, Jakobínutúni. Mættir voru: Jóhanna Rósmundsdóttir, Theodór Þórólfsson og Guðjón Alex Flosason. Íris Jóhannsdóttir mætti sem varamaður fyrir Laufey Heiðu Reynisdóttur. Fundargerð skrifaði Esther Ösp Valdimarsdóttir.

 

Jóhanna Rósmundsdóttir, formaður Ungmennaráðs, setur fundinn.

 

  1. 1.      Fundur með sveitarstjórn

Einróma ánægja var með fundinn sem var skemmtilegur. Fundurinn þótti fróðlegur og tilfinningin fyrir samstarfinu er góð. Ungmennaráðið er sammála því að starfið í Ungmennahúsinu þurfi að vera sýnilegra. Ánægja er með vilja á auknu samstarfi milli ungmennaráðs og sveitastjórnar og vonast er til að það gangi eftir.

 

  1. 2.      Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna

Ungmennaráð minnir á að nú sé orðið tímabært að hefja innleiðingu á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna enda rúmt ár síðan hann var lögfestur hér á landi. UNICEF eru tilbúið að styðja við innleiðinguna, svara um hana spurningum og halda kynningarfund fyrir kjörna fulltrúa og starfsmenn um málið. Ungmennaráð hvetur sveitarstjórn til að ganga í málið sem fyrst.

 

  1. 3.      Málefni Ungmennahúss

Ákveðið að gera tilraun með opnanir á Ungmennahúsinu út júní. Það verður því opið alla miðvikudaga frá kl. 20:00.

 

  1. 4.      Sveitastjórnarkosningar

Ungmennaráð hefur áhyggjur af takmörkuðum upplýsingum frá listum í aðdraganda kosninga og telur það geta hamlað lýðræðinu. Ungmennaráð tekur þá ákvörðun að boða til framboðsfundar í Ungmennahásinu miðvikudaginn 21. maí kl. 20:00 þar sem fulltrúum allra lista er boðið að kynna sig og sín málefni og ungu fólki býðst að spyrja spurninga og bera hugmyndir sínar á borð.

 

 

  1. 5.      Skipan ungmennaráðs næsta vetrar

Ungmennaráð gerir tillögur að endurnýjun ráðsins þar sem ekki allir geta setið áfram.

 

 

 

  1. 6.      Önnur mál

a. Hamingjudagar: Farið er yfir dagskránna og gerðar tillögur að úrbótum.

 

b. Farið yfir fundargerð frá samantektarfundi nemendaráðs og niðurstöður hans ræddar. Lagt til að ungmennaráð sinni fræðslu um lýðræði fyrir kosningu Ozonráðs á komandi starfsári.

 

c. Námskeiðið Eye Opener kynnt og ákveðið að kanna möguleika á þátttöku nánar.

 

 

 

 

 

 

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón