A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fundargerđ ungmennaráđs 11. maí 2020

Fundur var haldinn í ungmennaráði  11.5.2020 Kl.17:00 og var staðsettur í Hnyðju.

Eftirtaldir nefndarmenn eru mættir: Benedikt Jónsson,  Elín Victoría Gray, Unnur Erna Viðarsdóttir, Jóhanna Rannveig Jánsdóttir, Valdimar Kolka Eiríksson og Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir tómstundafulltrúi situr einnig fundinn og ritar fundargerð.

 

Fundur settur 17.00

 

Fundarefni:

  1. Tiltekt í kjallara félagsheimilis
  2. Síðasta ungmennaþing fyrir sumarfrí
  3. Covid – 19
  4. Spiladagurinn
  5. Önnur mál

 

Þá er gengið til dagskrár:

1. Tiltekt í kjallara: rætt um málingarvinnu, breytta  aðstöðu í kjallara. Vinna fyrir utan við Félagsheimilið aðkoma fatlaðra í kjallara. Farið í gegnum dót í kjallara.


2. Ungmennaþing fyrir sumarfrí: Dagskrá: Spiladagurinn ákvarðanir varðandi skiptingu á vinnu og annað skipulag er varðar daginn. Formaður talar við skólastjóra um tímasetningu, tillaga að dagsetningu er 25.maí fyrir hádegi.


3. Covid – 19: Ungmennaráð ræddi um covid-19 og vill ítreka að farið verður eftir almannavörnum á spiladaginn og á öðrum viðburðum félagsmiðstöðvar og ungmennahúss.


4. Spiladagur: Hugmynd að dagsetningu 6. júní og verður það lagt fyrir á ungmennaþingi. Hugmyndir að skipulagi rætt og ákveðið að 16 ára og eldri verði eftir kl.22. Áhersla verður á að Ungmennahúsið Fjósið fái tíma eftir kl.22.

5. Önnur mál: ekki fleira tekið fyrir.

 

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl: 18:40

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón