A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fundargerð ungmennaráðs - 3. apríl 2017

Fundur var haldinn í Ungmennaráði Strandabyggðar mánudaginn 3. apríl kl 16:30 á skrifstofu Strandabyggðar, Höfðagötu 3. Mættir voru: Birna Karen Bjarkadóttir, Kristín Lilja Sverrisdóttir og Máney Dís Baldursdóttir. Kristbergur Ómar Steinarsson og Guðrún Júlíana  Sigurðardóttir boðuðu forföll, í stað þeirra mættu Alma Lind ágústsdóttir og Díana Jórunn Pálsdóttir. Esther Ösp Valdimarsdóttir sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.

 

Fundur var settur kl 16:30.

Á fundardagskrá var eftirfarandi:    

 

1.                  Uppsögn tómstundafulltrúa

 

Tómstundafulltrúi segir frá ákvörðun sinni um að segja starfi sínu lausu og útskýrir málið.

 

2.                  Nefndarseta ungmennaráðs

 

Fulltrúar segja frá þeim fundum sem þau hafa setið og niðurstöðum þeirra. Kristín segir frá fundi umhverfis- og skipulagsnefndar. Aðrir hafa ekki verið boðaðir á fundi.

 

3.                  Raddir ungs fólks skipta máli

 

Tómstundafulltrúi segir frá ráðstefnunni sem var bæði lærdómsrík og gefandi. Tómstundafulltrúi útskýrir hvernig vegna Barnasáttmálinn og þátttökustigi Harts getur nýst okkur í starfinu.

 

4.                  Þriðja ungmennaþing Strandabyggðar

 

Þriðja ungmennaþing Strandabyggðar verður haldið þriðjudaginn 2. maí kl 19-21, boðið verður upp á pylsur og eðlu. Stefnt er að því að skipta í umræðuhópa í anda landsþings Samfés. Í hverjum hópi væri umræðustjóri úr ungmennaráði og fullorðinn þögull ritari. Tómstundafulltrúi ætlar að vera ritari ásamt því að leitað verði til sveitarstjórnar um aðstoð. Umræðuflokkarnir væru:

  • Hvernig skilgreinið þið fíkn?
    • Hvað er hægt að vera fíkill í?
    • Er fíkn misalvarleg?
    • Hvar skilur á milli vana/áhugamáls og fíknar?
  • Er fíkn vandamál í okkar samfélagi?
    • Eru margir fíklar? Margs konar fíknir?
    • Hvernig takið þið eftir því?
    • Er þetta einkavandamál eða samfélagslegt vandamál?
  • Er mikilvægt að koma í veg fyrir fíkn? Hvernig má gera það?
    • Virka forvarnir?
    • Hvernig forvarnir viljum við sjá?
    • Hefur félagslíf eitthvað að segja?
  • Af hverju má ekki vera fíkill í friði?
    • Hefur fíknin á hrif á samfélagið?
    • Hvernig áhrif hefur hún á þeirra nánustu?
    • Á samfélagið að hjálpa?

Óskað er eftir aðstoð fulltrúa sveitarstjórnar til að sinna störfum ritara á ungmennaþinginu.

 

5.                  Önnur mál   

  1. Minnt á að halda þurfi sérstakan Hamingjudagafund.
  2. Næsti fundur verður ákveðinn á Facebook.
  3. Kristínu hrósað sérstaklega fyrir góð störf og frumkvæði í Fjósaverkunum. Fleiri viðburðir eru á döfinni í mánuðinum.
  4. Vorferð rædd og ákveðið að ræða nánar á næsta fundi.
  5. Forvarnarteymi. Ungmenaráð er sammála því að ungmenni eiga að eiga sæti í teyminu. Samþykkt að Kristín taki þetta sæti.
  6. Ungt fólk og lýðræði. Kristín og Máney eru að fara á ráðstefnuna og kynna okkur niðurstöður hennar á næsta fundi.

                                                                                 

 

Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið 18:10.

           

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón