A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fundargerð ungmennaráðs - 27. júní 2017

Fundur var haldinn í Ungmennaráði Strandabyggðar mánudaginn 27. júní kl 16:30 á skrifstofu Strandabyggðar, Höfðagötu 3. Mættir voru: Kristín Lilja Sverrisdóttir, Máney Dís Baldursdóttir og Kristbergur Ómar Steinarsson. Guðrún Júlíana Sigurðardóttir og Birna Karen Bjarkadóttir boðuðu forföll. Esther Ösp Valdimarsdóttir sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.

Fundur var settur kl 16:30.

Á fundardagskrá var eftirfarandi:    

  1. Nefndarseta ungmennaráðs
    Fulltrúar segja frá setu sinni í nefndum.
     
  2. Hamingjudagar
    Farið yfir dagskrána og nerf-byssubardagi skipulagður. Kristbergur stýrir verkefni.
     
  3. Sumarferð ungmenna
    Ákveðið að fara í innanbæjarævintýri í miðri viku í júlí. Kristín stýrir verkefni.

  4. Ályktun um fíkn frá 3. Ungmennaþingi Strandabyggðar
    Von er á ályktuninni í byrjun júlí. Kristbergur stýrir verkefni.
     
  5. 4. ungmennaþing Strandabyggðar
    a) Ráðgert er að halda þingið á Café Riis í hádeginu þriðjudaginn 29. ágúst og bjóða upp á pizzur. Miðað er við að ungt starfsfólk Strandabyggðar verði leyst af og að nemendur á aldrinum 14-25 ára mæti en eins að viðburðurinn verði kynntur fyrir öllum íbúum Strandabyggðar sem eru á þessum aldri. Á þessu þingi verður starf ungmennaráðs kynnt og kosið í nýtt ráð.

    b) Breytingartillögur gerðar á erindisbréfi.
     
  6. Móttaka nýs tómstundafulltrúa
    Ungmennaráð hyggst upplýsa nýjan tómstundafulltrúa um starfshætti ráðsins. Eins verður ráðið ráðgjafar fyrir nýjan starfsmann og nýtt ungmennaráð.
     
  7. Önnur mál

  8. Ungmennaráð óskar eftir því að koma að ráðningu nýs tómstundafulltrúa og sendir sveitarstjóra og formanni TÍM nefndar tölvupóst þess efnis.

  9. Ungmennaráð leggur til að nýtt ráð einbeyti sér að því að kortleggja framtíðarmöguleika, tilefni fyri ungt fólk að flytja á svæðið og að skapa aðstæður til frumkvöðlastarfs á svæðinu.       

 

Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið 18:00.

           

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón