A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fundargerđ Ungmennaráđs - 5. október 2017

Fundur var haldinn í Ungmennaráði Strandabyggðar fimmtudaginn 5. október kl 17:00 á skrifstofu Strandabyggðar, Höfðagötu 3. Mættir voru: Birna Karen Bjarkadóttir, Guðrún Júlíana Sigurðardóttir, Júlíana Steinunn Sverrisdóttir, Díana Jórunn Pálsdóttir og Angantýr Ernir Guðmundsson. Íris Ósk Ingadóttir sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.

Fundur var settur kl 17:00.

Á fundardagskrá var eftirfarandi:    

  1. Erindisbréf Ungmennaráðs
    1. Farið yfir erindisbréf og ungmennaráð kynnir sér innihald bréfsins.
  2. Markmið Ungmennaráðs
    1. Rædd voru viðfangsefni sem fulltrúar ungmennaráðs fsnnst þurfa að huga að á þeirra starfstíma t.d. félagslíf, atvinnumál, húsnæðismál, að virkja ungmenni og að láta raddir ungmenna heyrast.
  3. Kosið í hlutverk
    1. Angantýr Ernir Guðmundsson formaður, Birna Karen Bjarkadóttir verður fulltrúi í Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd, Júlíana Steinunn Sverrisdóttir verður fulltrúi í Umhverfis- og skipulagsnefnd, Díana Jórunn Pálsdóttir verður fulltrúi í Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd og Guðrún Júlíana Sigurðardóttir verður fulltrúi í Fræðslunefnd.
  4. Önnur mál

 

Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið 18:00.

           

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón