A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tómstunda-,íţrótta-og menningarnefnd, 4.október 2021

 

Fundur var haldinn í tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar mánudaginn 4. október kl. 16:30 í Hnyðju.
Eftirtaldir nefndarmenn voru mættir: Jón Gísli Jónsson formaður, Matthías Lýðsson, Ragnheiður Birna Guðmundsdóttir og Rósmundur Númason. Angantýr Ernir Guðmundsson og Jóhanna Rósmundsdóttir boðuðu forföll auk Þorsteins Óla Viðarsonar, fulltrúa ungennaráðs. Esther Ösp Valdimarsdóttur, tómstundafulltrúi, sat fundinn og ritaði fundargerð.


Dagskrá

Jón Gísli býður okkur öll velkomin.


1. Samantekt á sumarstarfi
a. Sumarstarf
Almenn ánægja er með það hvernig sumarstarfið gekk fyrir sig í vetur. Nefndin vonast til að sjá enn meira samstarf milli þeirra sem halda námskeið á næsta ári. Eins má gjarnan skoða að halda námekið í ágúst eftir að leikskóli hefst og fyrir skólabyrjun, til dæmis í samstarfi við frístund í grunnskólanum. Bent er á að gæta þurfi að því með fyrirvara að tryggja þjónustu við fötluð börn.
https://docs.google.com/document/d/1Pnhw2RT6oUWpaot-x1mqwXtKVbj9GKf2NRd_YdCr9s8/edit?usp=sharing
b. Samantekt Vinnuskóla
Nenfdin saknar þess að skiltin í Borgunum hafi ekki verið endurnýjuð og óskar eftir því að Grunnskólinn eða Vinnuskóli næsta árs taki það að sér. Tómstundafulltrúi leggur til þann möguleika að Vinnuskólinn taki frí hluta júlí og komi aftur til starfa í ágúst. Nefndin vill halda því opnu komandi sumar.
https://docs.google.com/document/d/1Jv52a0YwYtWM5H7YPVY-WyOwT6-QAl6Wn5Jm3AxnrPQ/edit?usp=sharing
c. Greinagerð vegna Grænfána
Fulltrúar Landverndar eru væntanlegir 5. október og taka út starf skólans. Við það tilefni fær starfsfólk vinnuskólans einnig viðurkenningu og umsögn fyrir störf sín. Vonast er til að nýr Grænfáni verði dreginn að húni við upphaf vinnuskóla 2022.
https://docs.google.com/document/d/1IXAiMl9e3iPtrD9APE-DggwvLI4Y8wW1aUPN0Vy8u2I/edit?usp=sharing


2. Sýn og stefna tómstundastarfs
Lagt fram til kynningar. Nenfdin þakkar fyrir að þetta sé lagt fram og ítraker mikilvægi þess að þetta sé lifandi skjal sem haldi áfram að þróast. Nefndin vill taka skjalið aftur upp á næsta fundi og bæta það jafnvel enn frekar.
https://docs.google.com/document/d/15x19y5xl9NIcKOhFP22hQgxFo7NzvntPgvpSjOFnmks/edit?usp=sharing


3. Starfsáætlun tómstundafulltrúa og tengdra stofnanna
Lagt fram til kynningar
https://docs.google.com/document/d/15x19y5xl9NIcKOhFP22hQgxFo7NzvntPgvpSjOFnmks/edit?usp=sharing
a. Dagskrá vetrarstarfs
Lögð fram til kynningar. Á dagskrána vantar óreglulega viðburði. Nefndin telur mikilvægt að fólk hafi aðgang að upplýsingum um hversu fjölbreytt starf sé í boði
https://docs.google.com/spreadsheets/d/1s-R--sm-EN_1WkCQLQEYhwW5oX31QSsMu8hDk5EST90/edit?usp=sharing
b. Aðstaða
• Rætt um smíðaaðstöðu í félagsstarfi og velt fyrir sér kostum og göllum. Ljóst er að möguleikar eldri borgara á að nýta sér aðstöðuna og rýmið aukast ef starfið er í félagsheimilinu og því ákveðið að halda áfram að þróa starfið í félagsheimilinu í samstarfi við þá sem nýta sér aðstöðuna.
• Aðgengi í kjallara félagsheimilis, við ærslabelg, hefur enn ekki verið útbúið. Nefndin minnir á að málið verði klárað enda var það á fjárhagsáætlun fyrir árið 2021.
c. Hátíðir og viðburðir
Á dagksrá í vetur eru Hrekkjavík að frumkvæði foreldrafélaga, Ozon og frístundar. Bókavík, Vetrarsól, Hörmungardagar, Húmorsþing í samstarfi við Arnkötlu.


4. Starfsáætlun nefndar
Lagt fram til kynningar
https://docs.google.com/document/d/12e_nkOn-kJwnRyXbSVTIFiI5s1X4bS7l8vhN80_nH9o/edit?usp=sharing


5. Útivistarsvæði
BSI úttekt var gerð á leikvöllum í sumar. Nefndin óskar eftir að fá niðurstöður úttektar.


6. Markmið Sterkra Stranda
https://docs.google.com/spreadsheets/d/1ReBXYyJe0dnw8S37elIZRctT4Hei6kPGBRLp-cHTBes/edit?usp=sharing
a. Samantekt frá síðasta fundi
Nefndin leggur til að verkefnastjóri Sterkra Stranda hafi milligöngu um að stofnað verði ferðafélag eða annar félagsskapur sem staðið gæti fyrir kortlagningu og merkingu gönguleiða svo fátt eitt sé nefnt.
b. 1.8 Kanna og kortleggja þarfir á menningar- og tómstundaframboði
Tómstundafulltrúi hefur kortlagt framboðið. Lagt til að tómstundafulltrúi geri samantekt á framboði og þörfum.
c. 1.11 Koma á fót tveimur nýjum tómstundamöguleikum
Ýmsar hugmyndir reifaðar en best er að hrinda af stað framkvæmd í kjölfar kortlagningar á þörfum. Nú þegar hefur verið stofnað Strandir newcomers sem er félagsstarf á ensku, opnanir og klúbbarstarf í féagsmiðstöðinni Ozon er orðið fjölbreyttara, sjóíþróttafélag hefur verið stofnsett, bogfimiæfingar hafa verið í boði, samstarf um reglulegt félagsstarf sem flæðir milli nágrannasveitarfélaga og hér að ofan var hugmynd um að stofna ferðafélag.
d. 3.17. Sérstök kortlagning á þörfum og möguleikum íbúa dreifbýlis Strandabyggðar
Nefndin leggur til að Atvinnu-, dreifbýlis og hafnarnefnd taki þetta markmið til umræðu.


7. Önnur mál
a. Augljóst er að mjög brýn þörf er á afar nauðsynlegum viðgerðum í Íþróttamiðstöðinni, samkvæmt meðfylgjandi skjali.
b. Nefndin telur mikilvægt að útbúin verði einstaklingsbúningsaðstaða í Íþróttamiðstöðinni sem rúmar einstaklinga og aðstoðarmanneskju óháð kyni.
c. Samtökin 78 eru væntanleg 18. og 19. október og halda fræðslu fyrir börn, starfsfólk og foreldra auk þess að bjóða upp á einstaklingsviðtöl. Að þessu tilefni verður hinsegin vika í félagsmiðstöðinni Ozon.
d. Aðgangur að tómstundastarfi. Lagt til að gerður verði hlekkur á heimasíðu Strandabyggðar þar sem allir geti fundið tómstundatilboð við sitt hæfi.
e. Lagt til að íþróttafélög og félagasamtök verði hvött til að auka framboð þjálfunar tómstundastarfs fyrir alla aldurshópa. Angantýr tekur að sér að leiða verkefnið.
f. Nefndin minnir á átaksverkefni ársins sem er að auka upplýsingagjöf til nýrra íbúa og virkja mannauðinn í fjölmenningunni.


Fundi slitið kl. 19:23

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón