A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd, 16. janúar 2020

Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar
16. janúar 2020.

Fundur var haldinn í Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 16. janúar 2020 og hófst kl. 17:00. Fundinn sátu Ragnheiður Birna Guðmundsdóttir, Matthías Sævar Lýðsson, Angantýr Ernir Guðmundsson, Lýður Jónsson varamaður og Jón Jónsson formaður sem stýrði fundi og ritaði fundargerð. Áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs var einnig á fundinum, Jóhanna Rannveig Jánsdóttir.

Fyrir fundinum lá eftirfarandi dagskrá:

1. Val á íþróttamann Strandabyggðar 2019
2. Minnisblað um Félagadaginn 2019
3. Umræða um áhersluverkefni nefndarinnar 2020
4. Skilgreining á starfi tómstundafulltrúa
5. Önnur mál

Var þá gengið til dagskrár:
1. Val á íþróttamanni Strandabyggðar 2019
Farið var yfir tilnefningar sem borist hafa í tengslum við val á íþróttamanni ársins. Eftir umræður viku þeir nefndarmenn af fundi sem tilnefndir höfðu verið, á meðan ákvörðun var tekin. Tómstundafulltrúa er falið að kynna niðurstöður á Íþróttahátíð í næstu viku.  
2. Minnisblað um Félagadaginn
Kynnt var minnisblað tómstundafulltrúa um Félagadaginn sem haldinn var 2. nóvember 2019. Tómstundafulltrúi leggur til að dagurinn verður haldinn aftur og nefndin tekur eindregið undir það. Lagt er til að Félagadagur verði haldinn aftur á árinu 2020 og nú að vori.
3. Umræða um áhersluverkefni nefndarinnar 2020
Rætt var almennt um málefni á sviði nefndarinnar, íþrótta- og tómstundastarf og menningu og hvernig megi efla félög og starfsemi þeirra. Rætt var um námskeiðahald og að fá þjálfara að. Einnig um þörf á stefnumótun á þessum sviðum.
4. Skilgreining á starfi tómstundafulltrúa
Rætt var um starfslýsingu og starfshlutfall tómstundafulltrúa. Nefndin er sammála um að nauðsynlegt sé að tómstundafulltrúi hverju sinni sé í 100% starfi. 
5. Önnur mál
Ekki voru tekin fyrir önnur mál.

Ekki var fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:10.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón