A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd - 9. september 2015

Fundur var haldinn í Tómstunda-íþrótta- og menningarnefndar Strandabyggðar  fimmtudaginn 10. september 2015,  kl. 20:00 í Hnyðju, Höfðagötu 3.

Fundinn sátu:  Ingibjörg Benediktsdóttir formaður, Salbjörg Engilbertsdóttir, Ásta Þórisdóttir og Júlíus Jónsson. Ragnheiður Ingimundardóttir mætti sem varamaður fyrir Júlíönnu Ágústsdóttur sem boðaði forföll. Íris Ósk Ingadóttir tómstundafulltrúi sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.

 

 

Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:

 

  1. Samantekt frá Hamingjudögum
  2. Samantekt frá Vinnuskólanum
  3. Styrktarsamningar
  4. Ungmennaráð
  5. Innleiðing samfellds skóladags
  6. Viðburðir í vetur
  7. Önnur mál

 

Þá er gengið til dagskrár.

 

Nýr tómstundafulltrúi boðin velkomin til starfa.

 

  1. Samantekt frá Hamingjudögum
    A) Farið var yfir skýrslu Hamingjudaga og hún rædd. Lagt er til að Hamingjudagar séu einsdagshátíð laugardaginn 25. júní 2016. Leggja skal niður litaða hverfaskiptingu og íbúar hvattir til að taka þátt í sameiginlegri skemmtun.

  2. Samantekt frá Vinnuskólanum
    A) Farið var yfir samantekt úr Vinnuskólanum og hún rædd. Nefndin leggur til að fyrirkomulag Vinnuskólans verði endurskipulagt.

  3. Styrktarsamningar
    A) Formaður mun leggja fram tillögur að reglum um styrktarsamninga fyrir næsta fund nefndarinnar.

  4. Ungmennaráð
    A) Tillögur að einstaklingum í Ungmennaráð ræddar.

  5. Innleiðing samfellds skóladags
    A) Óskað er eftir viðbrögðum frá Hrafnhildi Guðbjörnsdóttur skólastjóra um tillögu að samfelldum skóladegi.

  6. Viðburðir í vetur
    A) Lagt er til að Barnamenningarhátíð verður haldin á Hólmavík eftir áramót, samkvæmt tillögu frá Félagi vestfirskra listamanna.

  7. Önnur mál
    A) Tómstunda-, íþrótta og menningarnefnd óskar eftir því að gengið verður formlega frá tilfærslu Skólaskjóls frá fræðslumálum yfir til tómstunda-, íþrótta og menningarsviðs.

 

 

 

Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 22:43

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón