A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd - 4. apríl 2011

Fundur haldinn í Tómstunda, íþrótta og menningarmálnefnd mánudaginn 4. apríl kl. 16.00.  Mættir voru Salbjörg Engilbertsdóttir, Ingibjörg Emilsdóttir og Kristjana Eysteinsdóttir sem ritar fundargerð.  Einnig mætti Arnar Jónsson tómstundafulltrúi.

Fundarefni:

1. Hamingjudagar.
2. Félagsheimilið, sviðstjöld, hljóðkerfi og aðstaða.
3. Varðveisla menningarverðmæta-innsiglingarmerki.
4. Önnur mál: a. Hugmynd að listaverki eftir myndlistarkonuna Helgu Sif Guðmundsdóttur

 
1. Hamingjudagar.

Hamingjulagakeppni er hafin, ekkert lag hefur borist enn. Hægt er að skila inn lögum til 29. apríl. Arnar Jónsson tómstundafulltrúi hefur verið að vinna að vefnum hamingjudagar.is.
Dagskráin: Áhugi er fyrir því að hafa smiðjur í vikunni fyrir Hamingjudaga, hugmynd er um að hafa fjöldasönginn á föstudagskvöldinu við Klifstúnið, Stefán Gíslason ætlar að halda utan um Hamingjudagahlaupið, Smári Gunnarsson sýnir frumsamið leikrit, Arnar hefur haft samband við leikhópa vegna sýningar á laugardeginum fyrir yngstu kynslóðina, Hamingjutónar um kvöldið verða með hefðbundu sniði, verið er að skoða tilboð frá hljómsveitum fyrir laugardagsballið, léttmessa verður á sunnudeginum, nokkuð öruggt er að Furðuleikar verði haldnir á sunnudeginum. Einnig komu til tals fjölmargar aðrar hugmyndir.

2. Félagsheimilið, sviðstjöld, hljóðkerfi og aðstaða.

Um næstu helgi kemur Egill Ingibergsson sviðshönnuður í heimsókn til Hólmavíkur og ætlar að leiðbeina okkur um uppsetningu á sviðstjöldum og ljósum. Nýtt hljóðkerfi var keypt síðasta ár og finna þarf út hvað á að gera við gamla hljóðkerfið. Ákveðið var að boða Bjarna Ómar Haraldsson á fund með nefndinni seinna í mánuðinum og leyta álits.

 

Kristinn Schram mætti galvaskur á fund og Arnar Jónsson vék af fundi.

3. Varðveisla menningarverðmæta-innsiglingarmerki.

Atvinnu- og hafnarmálanefnd vísaði því til TÍM að sinna varðveislugildi innsiglingarmerkjanna fyrir ofan höfnina. Nefndin er sammála því að nauðsynlegt sé að hafa í heiðri þessar gömlu merkingar og að nauðsynlegt sé að sinna viðhaldi á þessu sem fyrst. Leggjum við til að vinnuskólinn annist nauðsynlegt viðhald í samstarfi við áhaldahús.

4. Önnur mál:

a. Hugmynd að listaverki eftir myndlistarkonuna Helgu Sif Guðmundsdóttur. Nefndin lýsir yfir ánægju og áhuga á þessari tillögu. Stefnt er að því að Helga Sif hitti nefndina í lok apríl þar sem farið verður yfir nánari útfærslur. b. Arnar Jónsson tómstundafulltrúi hefur skrifað undir samning sem framkvæmdastjóri HSS til eins árs. Nefndin fagnar því.


Fundi slitið kl. 18:30


Salbjörg Engilbertsdóttir (sign)
Ingibjörg Emilsdóttir (sign)
Kristjana Eysteinsdóttir (sign)
Kristinn Schram (sign)
Arnar Jónsson (sign)

ATH: Fundargerðin var tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar 12. apríl 2011

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón