Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd - 3. febrúar 2016
Fundur var haldinn í Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar  miðvikudaginn 3. febrúar,  kl. 16:00 að Höfðagötu 3.
Fundinn sátu: Ásta Þórisdóttir, Salbjörg Engilbertsdóttir, Júlíana Ágústsdóttir og Jóhanna Rósmundsdóttir. Júlíus Jónsson boðaði forföll. Íris Ósk Ingadóttir tómstundafulltrúi sat einnig fundinn og ritaði fundargerð. Heiðrún Helga Hjörleifsdóttir vettvangsnemi sat til áheyrnar.
Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:
- Barnamenningarhátíð Vestfjarða
- Innleiðing Barnasáttmálans
- Stefnumótun í æskulýðsmálum
- Steypa ljósmyndasýning
- Gjald fyrir Skólaskjól
- Önnur mál
Þá er gengið til dagskrár.
- Barnamenningarhátíð Vestfjarða
 a) Skipulag rætt
- Innleiðing Barnasáttmálans
 a) Ákveðið að halda kynningarfund um innleiðingarferli Barnasáttmálans fyrir starfsmenn sveitarfélagsins fyrstu vikuna í apríl.
- Stefnumótun í æskulýðsmálum
 a) Ákveðið að taka fyrir á næsta fundi.
- Steypa ljósmyndasýning
 a) Áhugi er fyrir að Steypa ljósmyndasýningin verði haldin á Hólmavík í sumar ef hentugt húsnæði finnst.
- Gjald fyrir Skólaskjól
 a) Lagt er til að greitt verði fyrir heilan dag 620 kr þar sem kaffitími er innifalin í daggjaldi. Veittur verði 25% afsláttur fyrir systkini og 50% afsláttur haldist óbreyttur fyrir einstæða foreldra.
- Önnur mál
 a) Ákveðið var að semja reglur í sambandi við útleigu dreifnámshúss til listamanna yfir sumartímann. Reglur verða samdar fyrir næsta TÍM-nefndarfund.
 b) TÍM-nefnd hvetur starfshóp um uppbyggingu íþróttasvæðis í Brandskjólum að funda um málefnið.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 17:50
		
		
		
		
		
		
		
	 
 
 
 
 
 
 
 
 
