A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd - 3. febrúar 2011

Fundur haldinn í tómstundanefnd á skrifstofu sveitarfélagsins 3. febrúar 2011 og hófst hann kl. 18.00.  Mættir eru Kolbeinn Jósteinsson, Kristjana Eysteinsdóttir, Ingibjörg Emilsdóttir, Kristinn Schram, Salbjörg Engilbertsdóttir og Arnar Jónsson. 

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

 

1. Kosning formanns, varaformanns og ritara.
2. Erindisbréf nefndarinnar.
3. Starf tómstundafulltrúa.
4. Önnur mál.

 
1. Kosning formanns, varaformanns og ritara. Salbjörg aldursforseti stjórnaði fundinum. Nefndin stakk upp á að Salbjörgu sem formanni nefndarinnar og Kristni sem varaformanni. Mælt er með Kristjönu sem ritara nefndarinnar. Samþykkt með lófataki félagsmiðstöðvarinnar. Kristjana tekur við ritun fundargerðar.

2. Erindisbréf nefndarinnar. Nefndin fór yfir erindisbréf Tómstundanefndar Strandabyggðar og vísar því til sveitastjórnar til umsagnar. Nefndin beinir þeirri spurningu til sveitastjórnar hvort að nefndin ætti að heita Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd, skammstafað TÍM svo að hlutverk hennar sé öllum ljóst.

3. Starf tómstundafulltrúa. Arnar Jónsson tómstundafulltrúi sinnir 70% starfi. Hann sagði nefndinni frá starfi sínu og markmiðum. Við fögnum ráðningu tómstundafulltrúa og lýsum yfir vilja til náins samstarfs við hann í framtíðinni.

4. Önnur mál.

a.Fjallað var um hugsanleg verkefni nefndarinnar í framtíðinni. Salbjörg kynnir norrænt samstarfsverkefni og vinabæjar samstarf. Hátíðin Kaldalónstónar kynnt fyrir nefndinni. Nefndin hvetur sveitastjórn til að merkja Vörðu til framtíðar hið fyrsta og koma henni í endanlegt form.

  

Fundi slitið kl. 20:00

Kolbeinn Jósteinsson (sign),
Kristjana Eysteinsdóttir (sign),
Ingibjörg Emilsdóttir (sign),
Kristinn Schram (sign),
Salbjörg Engilbertsdóttir (sign), 
Arnar Jónsson (sign).

ATH: Fundargerðin var tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar 8. febrúar 2011.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón