A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tómstunda-, íţrótta- og menningarnefnd - 30. maí 2016

Fundur var haldinn í Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar  mánudaginn 30. maí,  kl. 17:00 að Höfðagötu 3.

Fundinn sátu: Ásta Þórisdóttir og Salbjörg Engilbertsdóttir. Jóhanna Rósmundsdóttir, Júlíana Ágústsdóttir og Júlíus Jónsson boðuðu forföll. Jóhanna Hreinsdóttir og Ragnheiður Birna Guðmundsdóttir komu inn sem varamenn. Íris Ósk Ingadóttir tómstundafulltrúi sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.

 

Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:

 

 1. Úthlutun á Dreifnámshúsinu
 2. Hamingjudagar
 3. Húsnæðismál Skólaskjóls og félagsmiðstöðvarinnar Ozon
 4. Starfsmannamál í félagsmiðstöðinni Ozon
 5. Önnur mál

 

Þá er gengið til dagskrár.

 

 1. Úthlutun á Dreifnámshúsinu
  a) Tvær umsóknir bárust. Ákveðið var að úthluta húsnæðinu til Turtle film festival. Þau áætla að vera hér á tímabilinu 10. júlí til 15. ágúst. Tónsmíðaverkefni sem óskaði einnig eftir húsnæðinu á sama tíma, verður boðið að koma á öðrum tíma.

 2. Hamingjudagar
  a) Dagskrá rædd.
  b) Auglýst verður eftir tilnefningum til menningarverðlauna.
  c) Hvetjum íbúa Strandabyggðar til að taka þátt í hreinsunarátaki í júní sem verður auglýst af sveitarfélaginu fljótlega.

 3. Húsnæðismál Skólaskjóls og félagsmiðstöðvarinnar Ozon
  a) Ræddar voru tillögur að húsnæðismálum. Nauðsynlegt er að húsnæðismál Skólaskjóls og félagsmiðstöðvarinnar Ozon verði leyst fyrir skólaárið 2016-2017 og ákvarðanir teknar fyrir sumarfrí.

 4. Starfsmannamál í félagsmiðstöðinni Ozon
  a) Í haust mun tómstundafulltrúi draga úr viðveru sinni á félagsmiðstöðvaropnunum. Ráða þarf inn tvo starfsmenn í stað eins. Tómstundafulltrúi hefur faglega umsjón með félagsmiðstöðinni eftir sem áður. Mun þessi breyting ekki hafa í för með sér aukinn kostnað.

 5. Önnur mál

  Enginn önnur mál á dagskrá

 

Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:02.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón