A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tómstunda-, íţrótta- og menningarnefnd - 2. maí 2012

Fundur var haldinn í Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar miðvikudaginn 2. maí kl. 17:00 í Hnyðju að Höfðagötu 3 á Hólmavík. Mætt voru Katla Kjartansdóttir formaður, Salbjörg Engilbertsdóttir, Steinar Ingi Gunnarsson, Kolbeinn Skagfjörð Jósteinsson, Kristjana Eysteinsdóttir og Arnar S. Jónsson tómstundafulltrúi sem ritaði fundargerð.


Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:

1. Erindisbréf Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar
2. Erindi frá tómstundafulltrúa um ungmennaráð í Strandabyggð
3. Erindi frá tómstundafulltrúa um ungmennahús og/eða menningar- og tómstundamiðstöð í Strandabyggð
4. Rekstrarhandbók leiksvæða í Strandabyggð
5. Reglur um kjör íþróttamanns Strandabyggðar
6. Íbúaþing um tómstundir, erindi frá tómstundafulltrúa
7. Önnur mál


Katla leitaði afbrigða við áður boðaða fundargerð og lagði til að fyrsta mál á dagskrá yrði spjall við Gunnar S. Jónsson, forstöðumann Íþróttamiðstöðvarinnar á Hólmavík. Tillagan samþykkt samhljóða.
   

Þá var gengið til dagskrár.
 

1. Spjall við forstöðumann Íþróttamiðstöðvarinnar á Hólmavík

Gunnar S. Jónsson forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar mætti á fund nefndarinnar í spjall varðandi starfsemi miðstöðvarinnar. Nefndin spjallaði við Gunnar um málefni miðstöðvarinnar vítt og breitt. Gunnari eru færðar góðar þakkir fyrir upplýsandi og gagnlegar umræður.

   
2. Erindisbréf Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar

Erindisbréf sem útbúið var á síðasta fundi nefndarinnar lagt fram eftir lagfæringar.
Samþykkt samhljóða að leggja erindisbréfið fyrir sveitarstjórn til samþykktar.

   
3. Erindi frá tómstundafulltrúa um ungmennaráð í Strandabyggð

Lagt var fram erindi frá tómstundafulltrúa um ungmennaráð í Strandabyggð.
Nefndin fagnar tillögunni og samþykkir að leggja fram Samþykkt um ungmennaráð Strandabyggðar fyrir sveitarstjórn til samþykktar. Stefnt verði að því að koma starfsemi ungmennaráðs í gang næsta haust.

 

4. Erindi frá tómstundafulltrúa um ungmennahús og/eða menningar- og tómstundamiðstöð í Strandabyggð
Nefndin fagnar tillögu um ungmennahús ákaft. Hún leggur til að sveitarstjórn taki málið til ítarlegrar skoðunar eins fljótt og mögulegt er.


5. Rekstrarhandbók leiksvæða í Strandabyggð
Rekstrarhandbók sem tómstundafulltrúi hefur útbúið lögð fram til kynningar. Í henni er að finna alla verkferla, eyðublöð og lýsingu á ábyrgðaraðilum varðandi leiksvæði í Strandabyggð. Fram kom í máli tómstundafulltrúa að verði rekstrarhandbókin tekin í notkun muni einungis vottuð leiktæki sem standast þar til gerða staðla verða sett niður í Strandabyggð í framtíðinni.
Nefndin leggur til að sveitarstjórn samþykki að taka rekstrarhandbókina í notkun. 


6. Reglur um kjör íþróttamanns Strandabyggðar
Lögð fram endurskoðuð reglugerð um kjör á íþróttamanni ársins í Strandabyggð. Reglurnar ræddar í þaula og gerðar á þeim nokkrar breytingar, m.a. til að stuðla að því að unnt sé að útnefna íþróttamenn sem ekki eru bundnir í íþróttafélög.
Nefndin samþykkir samhljóða reglur um kjör íþróttamanns ársins í Strandabyggð og stefnir á að útnefna íþróttamann Strandabyggðar í lok ársins 2012, verði reglurnar samþykktar. Reglugerðin lögð fyrir sveitarstjórn til samþykktar.

  
7. Íbúaþing um tómstundir, erindi frá tómstundafulltrúa

Íbúaþing um tómstundir, íþróttir og menningarnefnd verður haldið fimmtudaginn 3. maí kl. 19:30. Nefndarfólk hvatt til að mæta.


8. Önnur mál
Engin önnur mál á dagskrá.

Fundi slitið kl. 18:59.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

 
Katla Kjartansdóttir (sign)
Kolbeinn Skagfjörð Jósteinsson (sign)
Salbjörg Engilbertsdóttir (sign)
Kristjana Eysteinsdóttir (sign)
Steinar Ingi Gunnarsson (sign)
Arnar Snæberg Jónsson (sign)

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón