A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tómstunda- íţrótta- og menningarnefnd - 15. ágúst 2017

 

Fundur var haldinn í Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar  fimmtudaginn 8. júní,  kl. 16:30 á skrifstofu Strandabyggðar.

Fundinn sátu: Ásta Þórisdóttir, Júlíana Ágústsdóttir, Jóhanna Rósmundsdóttir, Lýður Jónsson sem varamaður fyrir Salbjörgu Engilbertsdóttur. Júlíus Freyr Jónsson og Máney Dís Baldursdóttur, fulltrúi ungmennaráðs, boðuðu forföll. Íris Ósk Ingadóttir, tómstundafulltrúi sat fundinn og ritaði fundargerð.

 

Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:

 

 1.  Starf tómstundafulltrúa
  Nýr tómstundafulltrúi boðinn velkominn til starfa og fór hún yfir hvernig starfi hennar verði háttað næstu mánuðina en hún verður í takmörkuðu starfi vegna fæðingaorlofs.

 2. Samfelldur dagur barnsins
  Skipulag Samfells dags kynnt fyrir TÍM- og Fræðslunefnd af tómstundafulltrúa og skólastjóra.

 3. Sumarstarf
  a) Vinnuskólinn
  Farið var yfir punkta frá umsjónarmönnum og rætt hvað mætti betur fara.
  Mikilvægt er að það sé stuðningur fyrir einstaklinga sem þurfa stuðning.
  b) Skapandi sumarstörf
  Farið var yfir skýrslu sem kom frá Dagrúnu Ósk Jónsdóttur umsjónarmanni Skapandi sumarstarfa.
  Viljum við koma á framfæri mikilli ánægju með þetta framtak.
  c) Náttúrubarnaskólinn
  Náttúrubarnaskólinn gekk vel í sumar.

 4. Menningardvöl
  Tveir hópar af fjórum mættu og nýttu aðstöðuna.

 5. Hamingjudagar
  Hamingjudagar 2017 gengu mjög vel og var mikil ánægja með framtak fyrirtækja. Að halda hátíðina að ári er í skoðun.

 6. Heilsueflandi samfélag
  TÍM nefndin leggur til að sveitarfélagið sæki um að gerast Heilsueflandi samfélag og fari í þá vinnu eftir áramót þegar tómstundafulltrúi er kominn í fullt starf og leiði þá vinnu.
   
 7. Önnur mál

 

 

Fundi slitið kl. 19:00

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón