A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd - 11. apríl 2013


Fundur var haldinn í Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 11. apríl kl. 20:00 í Hnyðju að Höfðagötu 3 á Hólmavík. Mætt voru Ásta Þórisdóttir, Salbjörg Engilbertsdóttir, Júlíus Freyr Jónsson, Jóhann Lárus Jónsson og Barbara Guðbjartsdóttir varamaður fyrir Kristjönu Eysteinsdóttur. Arnar Snæberg Jónsson tómstundafulltrúi sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.


Ásta Þórisdóttir formaður setti fundinn.


Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:


1. Tillaga tómstundafulltrúa vegna framhaldsdeildar

Farið yfir tillögur frá tómstundafulltrúa í tengslum við stofnun framhaldsdeildar. Nefndin tekur mjög jákvætt í tillögurnar. Nefndin telur einnig mjög brýnt og aðkallandi að ráða tímabundið verkefnisstjóra til að sinna kynningarmálum og undirbúningi við stofnun framhalds¬deildarinnar og leggur til við sveitarstjórn að það verði gert sem fyrst.


2. Greinargerð um frístundamiðstöð í Strandabyggð

Lagt fram til kynningar.


3. Verkefnastaða fráfarandi tómstundafulltrúa

Tómstundafulltrúi fór yfir helstu verkefni sem hann hefur fengist við síðustu misseri. Hann mun skila skýrslu um verkefnastöðuna til sveitarstjórnar í næstu viku. Ákveðið að halda fund með ungmennaráði Strandabyggðar fimmtudaginn 18. apríl.


4. Önnur mál

a) Rætt var um danskennslu sem nú er í gangi í sveitarfélaginu. Rætt var um hvort danskennslan ætti að falla undir starfsemi grunnskólans eða hvort sveitarfélagið ætti að niðurgreiða þátttöku. Einnig rætt hvort danskennsla ætti að vera tvisvar yfir veturinn. Nefndin beinir því til fræðslunefndar að taka málið til umræðu.

 

b) Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd þakkar fráfarandi tómstundafulltrúa fyrir vel unnin störf, gott samstarf og óskar honum velfarnaðar í nýju starfi.


Fundi slitið kl. 22:31.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Ásta Þórisdóttir
Salbjörg Engilbertsdóttir
Jóhann Lárus Jónsson
Júlíus Freyr Jónsson
Barbara Guðbjartsdóttir

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón