A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tómstunda-, íţróta- og menningarnefnd - 5. febrúar 2015

Fundur var haldinn í Tómstunda-íþrótta- og menningarnefndar Strandabyggðar  mánudaginn 5. febrúar  2015,  kl. 20:00 í Hnyðju, Höfðagötu 3.
Fundinn sátu:  Ingibjörg Benediktsdóttir formaður, Jóhanna Hreinsdóttir varamaður fyrir Ástu Þórisdóttur og Salbjörg Engilbertsdóttir. Júlíana Ágústsdóttir kom ekki á fundinn en enginn varamaður kom í hennar stað. Esther Ösp Valdimarsdóttir tómstundafulltrúi sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.

 

 

Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:

 

 1. 1.     Formaður Björgunarsveitarinnar Dagrenningar boðaður á fundinn
 • Sigurður Vilhjálmsson, formaður og Pétur Matthíasson, varaformaður sóttu fundinn.
 • Björgunarsveitin Dagrenning rekur hús að Höfðagötu og á það skuldlaust. Sæmilega gengur að reka húsið en hentugra væri að hafa skemmu til umráða. Bygging hennar væri þó mjög dýr.
 • Björgunarsveitin á snjóbíl og tvo snjósleða en fær lánuð tæki hjá Orkubúi Vestfjarða þegar upp á vantar.
 • Öll verkefni Dagrenningar eru skráð í aðgerðargrunn Landsbjargar, hversu stór sem þau eru.
 • Dagrenning heldur úti neyðarskýlum á Trékyllisheiði og Skjaldarbjarnarvík.
 • Árið 2014 voru útköllin á að giska 32, 2013 32 en 54 árið 2012.
 • 106 eru skráðir í Björgunarsveitina, 36 eru á útkallslista en um 10 eru virkir.
 • Til að geta verið á útkallslista er kostur að hafa sótt námskeið.
 • Björgunarsveitin sjálf borgar fyrir námskeið á vegum Landsbjargar og þau kosta töluvert.
 • Endurnýjun sveitarinnar gengur misvel og hefur ekki endilega verið markviss.
 • Stefnt er að því að byrja með ungliðastarf á nýjan leik en í því felst töluverð vinna.
 • Fjáröflun sveitarinnar felst í dósasöfnun, flugeldum, blómasölu, sölu á neyðarkalli og kaffi á sjómannadaginn.
 • Mesta vinnan felst ekki endilega í útköllum heldur frekar í fjáröflunum og viðhaldi á búnaði.
 • Á vegum björgunarsveitarinnar er farið í ferðir og sóttir fundir, eins eru skipulagðar heimsóknir á milli sveita.
 • Yfir veturinn eru vinnukvöld í björgunarsveitarhúsinu á sunnudagskvöldum kl. 20 og þangað eru allir velkomnir.
 • Haldin er dagbók um allt sem er gert, vinnukvöld, hverjir mættu o.s.frv.
 • Úthlutun frá Landsbjörgu fer eftir því hvaða tæki sveitin getur útvegað, hversu marga einstaklinga, hvort unglingadeild sé í sveitinni o.s.frv.
 • Dagrenning fær styrk frá Strandabyggð en ekki hefur verið gerður styrktarsamningur. Hvatt er til þess að gengið verði frá því sem fyrst.
 • Aðalfundur fer fram í apríl en þar eru nýjir félagar formlega teknir inn.
 • Starf í Dagrenningu er skemmtilegt og gefandi starf í góðum félagsstarf þar sem gefst kostur á að þjóna samfélaginu.
 • Dagrenning er með Facebook síðu og eru áhugasamir hvattir til að fylgjast með henni.

 

 1. 2.     Sumarstörf, vinnuskóli og námskeið

a.TÍM nefndin leggur til að kannaður verður sá möguleiki að bjóða upp á frístundanámskeið fyrir yngri börn í tvær til þrjár vikur næstkomandi sumar.

 

b. TÍM nefndin leggur til að tómstundafulltrúa, í samstarfi við verkstjóra Áhaldahúss, verði falið að endurskipuleggja starf vinnuskólans og bjóða upp á vinnu til 18 ára aldurs.

 

 1. 3.     Skipulag Hörmungardaga

Farið yfir dagskrá Hörmungardaga 20.-22. febrúar og hugmyndir ræddar.

 

 1. 4.     Sameiginlegar starfsauglýsingar

Lagt er til að Strandabyggð auglýsi sameiginlega eftir öllu sumarstarfsfólki, óháð deildum.

 

 1. 5.     100 ára kosningarafmæli kvenna

Hugmyndir að hátíðarhöldum ræddar.

 

 1. 6.     Önnur mál

a. Ákveðið að bjóða formann Geislans á næsta fund TÍM nefndar

b. TÍM nefndin minnir sveitarstjórn á innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, en sveitarfélaginu stendur til boða gjaldfrjáls fræðsla um innleiðinguna á vegum UNICEF.

c. Nefndin leggur til að hugað verði að mótun stefnu sveitarfélagsins í menningarmálum annars vegar og íþróttamálum hins vegar.

d. Nefndin telur mikilvægt að halda áfram vinnu við uppbyggingu íþróttavallar í Brandskjólum, skilgreina þarf næstu skref, hvert sé hlutverk sveitarfélags og íþróttafélaga, hver beri ábyrgð á verkefninu innan sveitarfélagsins.

 

 

Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið kl. 22.15

 

 

 

Ingibjörg Benediktsdóttir

Ásta Þórisdóttir

Júlíus Jónsson

Salbjörg Engilbertsdóttir

Júlíana Ágústsdóttir

 

 

 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón