A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Menningarmálanefnd - 10. janúar 2011

Fundur haldinn í Menningarmálanefnd Strandabyggðar þann 10. janúar 2011 á skrifstofu sveitarfélagsins.  Mættir eru: Salbjörg Engilbertsdóttir formaður, Rúna Stína Ásgrímsdóttir varaformaður, Ester Sigfúsdóttir,  Steinunn Þorsteinsdóttir og Lýður Jónsson sem ritar fundargerð.

Fundarefni:

 

1. Ný staða tómstundafulltrúa-Arnar Jónsson mætir.

2. Staðardagskrá 21.

3. Styrkumsókn frá Steinshúsi ses. Vísað til Menningarmálanefndar af sveitarstjórn 12. október s.l.

4. Sameining Íþrótta- og tómstundanefndar og Menningarmálanefndar.

5. Önnur mál.

 

1. Ný staða tómstundafulltrúa-Arnar Jónsson mætti á fundin til skrafs og ráðagerða og til að kynna starf sitt.

Rætt var fram og aftur um Hamingjudaga og framkvæmd þeirra sem væntanlega verður á snærum Arnars. Menningarmálanefnd fagnar ráðningu Arnars og býður hann velkominn til starfa og óskar honum velfarnaðar.


2. Staðardagskrá 21.

Farið var yfir dagskrána og langar nefndina að benda á að taka þurfi út lið 4 um nýtingu gamla barnaskólans, en hann er seldur. Einnig við lið 1 en við viljum breyta honum á þann hátt að þar standi: Stutt verði við uppbyggingu og starfsemi á menningartengdri starfsemi. Einnig leggjum við til að tekinn verði út liður 6 d. sem er : Áfram verði byggt á því sem fyrir er á sviði menningarmála s.s. Galdrasafni og Sauðfjársetri, enda kemur það fram í lið 1.


3. Styrkumsókn frá Steinshúsi ses. Vísað til Menningarmálanefndar af sveitarstjórn 12. október s.l. Rúna Stína vék af fundi.

Menningarmálanefnd mælir með því að verkefnið sé styrkt með því fororði að ársreikningi sé skilað inn til sveitarstjórnar í vikunni. Með því vonast nefndin eftir skjótari afgreiðslu málsins til að tafir verði ekki fleiri en orðið er. Rúna kom aftur inn á fundinn.


4. Sameining Íþrótta- og tómstundanefndar og Menningarmálanefndar.

Nefndin óskar eftir að áfram verði unnið ötullega að menningarmálum í nýrri nefnd og óskar henni velfarnaðar.


5. Önnur mál

a. Menningarmálanefnd kætist yfir góðri aðsókn í Skelina en viljum jafnframt hvetja stjórnendur til að auglýsa viðburði á opinberum vettvangi meira en hefur verið.

b. Nú nýverið var haldið leiklistarnámskeið sem tæplega 40 manns á öllum aldri sóttu. Smári Gunnarsson var kennari námskeiðsins.

 

Fleira ekki fyrir tekið og fundi slitið kl. 18.45

 

Salbjörg Engilbertsdóttir (sign)                   Rúna Stína Ásgrímsdóttir (sign)

Ester Sigfúsdóttir (sign)                                 Lýður Jónsson (sign)

Steinunn Þorsteinsdóttir (sign)

ATH: Fundargerðin var tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar 18. janúar 2011

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón